Fræðslufundurinn

Fjölmenni var á fræðslufundinum og fór Gísli dýralæknir yfir forvarnaraðgerðir, sauðburð, lambasjúkdóma og meðhöndlun / hjúkrun veikra lamba og svaraði spurningum.
Hér er efnisyfirlit fundarins:

Forvarnaraðgerðir
- Ormalyf
- Oramec drench 17-18ml/kind
- Zerofen 4 ml/kind
- bólusetningar, gegn hverju / hvenær
- smitgát; smitleiðir / hreinlæti
Sauðburður
- sjúkdómar tengdir meðgöngu og burði (doði, súrdoði, graskrampi, fastar hildir, júgurbólga, legbólga, skeiðarsig)
- burðarhjálp
- fósturlát (toxoplasma, campylobacter (síð. 6 vikur meðgöngu), hvanneyrarveiki)
Lambasjúkdómar
- kramarlömb
- slefsýki (E. coli)
- skita (E. coli)
- stíuskjögur (selenskortur) (ca hálfum mán eftir burð, lömb sem eru inni)
- lambablóðsótt (Clostridium perfringens B) (innan tveggja vikna)
- garnapest (Clostridium perfringens C) (innan tveggja vikna)
- flosnýrnaveiki (Clostridium perfringens D) (eftir tveggja vikna aldur)
- bráðapest (Clostridium septicum) (haustlömb)
- hníslasótt (4-6 vikna)
Meðhöndlun / hjúkrun veikra lamba
- halda á þeim hita (hita þau upp)
- gefa vökva um munn eða í magasondu (fyrst og fremst broddamjólk, einnig má nota sykurvatn)
- gefa prolac, lamboost eða sambærilegt fóðurbætiefni.
Myndir frá fundinum eru komnar í myndaalbúm 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband