28.9.2011 | 20:12
Hrútasýning og lambaskoðun í Kjós.
Hrútasýning og lambaskoðun.
2011
Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ,Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli, sunnudaginn 2.okt. og hefst klukkan 14.00. Þar gefst bændum kostur á að fá stiguðog ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
Þeir sem hafa hug á að nýta sérþessa þjónustu Búnaðarsamtaka Vesturlands eru beðnir að hafa samband við Guðmund í síma 896-6832.
Um kl 16:00, fer fram verðlaunaafhendingfyrir góðan árangur í sauðfjárrækt allir eru velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.
Líkt og i fyrra verður verðlaunað sérstaklega fyrir stigahæsta mislita lambhrútinn.
Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta.
Sauðfjárræktarfélagið Kjós
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.