Hér koma svo fleiri nöfn frá Lofti og Rúnu

Ærnafnavísur eftir Eyjólf Valgeirsson, f. 12. apríl 1914, frá Krossnesi í Árneshreppi.
Þessi 845 rímuðu ærnöfn munu að vísu sum hver ekki algeng í nafnaflóru sauðkindarinnar, þótt ekki hafi hún lotið ákveðnu lögmáli, og gætu því flest eða öll komið til greina í nafnavali.

1. Mona Nýpa Molda Rós
Minní Fála Lúpa
Dugga Askja Dolla Ljós
Dráfríð Mörk og Rjúpa.

2. Alda Kólga Unnur Dröfn
Agga Hrund og Gára
Fokka Blæja Sigla Sjöfn
Særún Hrönn og Bára.

3. Brella Dyngja Della Brá
Döpur Sæmd Áróra
Salvör Átta Slípa Gná
Svunta Golsa Flóra.

4. Æsa Sunna Sóla Rás
Sjáleg Lena Kola
Romsa Kráka Gyðja Glás.
Gusa Finna Rola.

5. Ausa Skvetta Frekja Fönn
Fetta Gullbrá Trana.
Bretta Hosa Spæta Spönn
Spjóta Grána Brana.

6. Ýta Sandra Örk Garún
Odda Svínka Dísa.
Glenna Skita Gráblá Brún
Gemsa Hlín og Vísa.

7. Silfá Bjalla Setta Lús
Samba Klúka Hóra.
Una Varta Kæna Krús
Kelda Svana Móra.

8. Demba Snotra Dögg Fálát
Dimma Kerra Flóra
Bunga Hnyðja Bera Kát
Busla Glæta Dóra.

9. Fjóla Sóley Fífa Hvönn
Fáséð Gul og Spóla
Bytta, Spanda Bylgja Grönn
Blaðra Tuðra Njóla.

10. Gaupa Smára Gríður Mjöll
Gerða Ríp Svarthyrna
Simba Blesa Sara Þöll
Súpa Gæs og Birna.

11. Hýra Gota Huppa Vör
Hreiðurkolla Lýsa
Bora Ebba Sníkja Snör
Snegla Drusla Hnýsa.

12. Bokka Dæla Dúa Örg
Dóróthea Gláma
Bomba Dokka Dúkka Björg
Depla Sjana Bláma.

13. Baga Dúfa Begga Spöng
Bolla Síðklædd Rýna
Skotta Bryðja Ritta Röng
Rengla Selja Pína.

14. Rumba Fera Stækja Stygg
Stappa Rassbót Bína
Olga Komma Framsókn Frygg.
Fríðakolla Nína.

15. Drýna Mýsla Snípa Snörp
Snæfríð Lensa Gjóta
Hneta Gulla Jóka Jörp
Jússa Hjálma Nóta.

16. Subba Gubba Svanhvít Dimm
Surtla Gribba Randa
Gréta Hulda Haka Grimm
Húfa Svarvör Blanda.

17. Skúfa Tuska Bella Böng
Blúnda Tromma Sóta
Dumba Grýla Stella Stöng
Stálgrá Ninna Tóta.

18. Skrítla Rúna Skúta Lind
Skerpla Míla Trissa
Smáfríð Dræsa Gæla Grind
Gremja Hýreyg Skyssa.

19. Syrpa Drottning Dýra Kört
Drusla Flaga Sletta
Rispa Skíma Rella Svört
Reka Kría Gletta.

20. Krumma Óró Katla Drós
Kaka Dúlla Hola
Bumba Skvísa Blágrá Kjós
Bossa Mína Skola.

21. Mylla Ossa Monsa Góna
Mandla Saga Skreppa
Tína Gyllta Tunna Mjóna
Tára Spilda Greppa.

22. Tinna Bettý Skalla Skjót
Skökk Gulrófa Duna
Tanna Fóstra Féleg Ljót
Fáráð Spraka Buna.

23. Sólbrá Hrefna Botna Blíð
Brúska Ranka Gugga
Smella Trefla Fata Fríð
Fjára Gás og Mugga.

24. Golda Ugla Glöð og Þind
Gróa Sög og Tunga
Bílda Sperra Hetta Hind
Höst Gráhyrna Stunga.

25. Ljósbrá Padda Gudda Greið
Gyða Terta Lína
Gulakolla Gjóska Skeið
Gamma Spræk og Skrína.

26. Berta Snodda Snælda Kröm
Skrumba Etna Væta
Kríma Vera Kolla Þröm
Kemba Snörp Ósk Þræta.

27. Bágræk Háleit Stirtla Stroka
Strympa Hæna Rita Lök
Benda Melrós Brussa Roka
Brynja Dula Nibba Spök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband