Álfahrútar

 ÆR  FÁ  VIР ÁLFAHRÚTUM

Á einum bæ í Hrútafirði utarlega bar so til litlu fyrir jólin að þrjár ær vöntuðu eitt kvöld hjá smalamanni og varð ei leitað, því dimmt var vorðið er þeirra var saknað. En snemma daginn eftir vóru þær hjá fénu og var ei fremur um þetta sýslað.

En um fengitímann bar ei neitt á þessum ám að þær sæjust blæsma. Vóru menn þá hræddir um þær mundu hafa fengið hrút af öðrum bæ. Var þess vegna gjörð fyrirspurn hvurt ei hefði vorðið vart við þær á bæjunum þar í kring eða hrútar úti með fé þann dag, og var það hvurugt.

Allt fyrir það fundust ærnar með lömbum á sínum tíma og báru um vorið litlu fyrir venjulegan sauðburð tvær og áttu hvítar gimbrar; ein var lamblaus og fekk ekki lamb upp frá því. Önnur þessi gimbur hvarf um vorið, en hin lifði og var væn, einkum ullarmikil fremur öðrum gemlingum sem bóndinn átti, að um vorið var reyfið þurrt og þvegið tvö og hálft pund; þókti mönnum slíkt óvenja og eftir öllum líkindum ærnar mundu fengið hafa við álfahrútum.

(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Álfahrútur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Álfar

 

Eigi skal hrúta erfa

þó í fjöru þeir hverfa

skal nú til álfana leita

þegar tími sé til blæsma

 

Er snjóarlög falla

mun Hörður í hrauninu leita

að álfahrútum til að gleðja

það fé sem ekki fékk að njóta

 

 

 

Valgerði á Hrauni þeir til hverfa

sem um hrúta leysi er að steðja

ekki skal meira með þær kvelja

ef um alvöruhrút er að velja

 

Steini (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband