Merkingar á sauðfé á fyrritímum í Grindavík

Hér koma merkingar eins og merkt var í gamla daga þ.a.e.s hornin
voru máluð í þeim lit sem hver bær hafði.

Staður = svart bæði
Vík = rautt hægra.
Járngerðarstaðir = blátt hægra.
Ásgarður = grænt vinstra.
Borgargarður = hálft grænt hægra. hálft hvítt vinstra.
Garðar = rautt hægra. hvítt vinstra.
Akur = Hálft rautt hægra,hálft hvítt vinstra.
Múli = ?
Hóp = rautt vinstra.
Klöpp = Rautt í hnakka milli horna
Eyvindarstaðir = Hvítt hægra.
Hof = bæði horn rauð að neðan
Vesturbær = rautt við dindilinn
Miðbær = blátt vinstra.
Buðlunga = grænt hægra.
Brekka = blátt bæði
Bjarmaland = rautt hægra. gult vinstra.
Einland = rautt neðan hvítt ofan vinstra.
Garðbær = blátt h. rautt vinstra.
Heimaland = sama og Einland
Hraun = hvítt neðan rautt ofan vinstra.

Fjárskipti voru gerð til að útrýma mæðuveiki í Landnámi Ingólfs í Grindavík árið 1951. Og var þá sótt fé á vestfirði til endurnýjunar.
Þeir sem geta gefið upplýsingar þá bæji sem uppá vantar og hugsanlega hafa gleymst geta sent ábendingar á bensen@mi.is

Samantekt Loftur Jónsson frá Garðbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært

Valgerður (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband