28.10.2009 | 23:52
Mikil drift og gróska hjá Grindvískum bændum.
Mikið hefur verið um það nú í haust að Grindvískir bændur hafa sótt líflömb út á land til kynbóta og hefur áhugin aldrei verið meiri á hobbybúskap hér í Grindavík.
Grindavíkurbær er þessa dagana að vinna að því að skipuleggja nýtt fjárhúsahverfi þar sem menn geta byggt sér snyrtileg fjárhús. Og ætti að verða hægt að hefja framkvæmdir strax á vormánuðum þá er talað um að öll húsin komi til með að líta eins út. Og geti þá menn verið fleiri saman í einu húsi.
En hugmyndin er að hafa þetta nýja hverfi á hrauninu milli Hrauns og Bjarmalands þar sem stutt er í rafmagn, heitt og kalt vatn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 2.11.2009 kl. 00:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.