Aðalfundur og þorrablót.

Aðalfundur og Þorrablót fjáreigendafélagsins verður haldin nk. laugardag 11 febrúar 2012 í Salthúsinu.

Nánari upplýsingar verða auglýstar fljótlega.

Stjórnin.


Lambatalning helgina 4-5. feb

Þá er stefnt að því að fósturtelja helgina 4-5. feb. Þeir sem hafa áhuga á því eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Guðjón í Vík í síma 4268419 eða 8950120 og tilkynna um fjölda.


Kæri markeigandi

Minnum þá á sem eiga mark og eiga eftir að senda staðfestingu til Gísla Ellertssonar Meðalfelli að muna að gera það fyrir 15. janúar 2012

Gjaldið er 3000.- krónur fyrir hvert mark.

Ef um einhverjar breytingar er að ræða að þá þarf að senda blaðið sem fylgdi

með þeim breytingum sem eiga að vera.

 


Gleðileg jól

Fjáreigendafélag Grindavíkur óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Jólakort fjáreigendafélagsins má sjá ef smellt er á linkinn fyrir neðan, því ekki er hægt að setja myndir á bloggið.

http://www.flickr.com/photos/brimfaxi/6561176825/in/photostream

Gleðileg jól.


Sauðfjárbændur athugið.

Samkvæmt reglugerð um garnaveiki og varnir gegn henni frá 21. september 2011 er eiganda/umráðamanni sauðfjár og/eða geita á svæðum sem tilgreind eru í sem garnaveikisvæði samkvæmt viðauka reglugerðarinnar skylt að láta bólusetja öll ásetningslömb/kið til varnar garnaveiki á tímabilinu 15. ágúst til 31. desember ár hvert eins og verið hefur. Þeir bæir þar sem eigandi/umráðamaður sauðfjár hefur ekki sinnt skyldu til bólusetningar samkvæmt 5. gr reglugerðarinnar verða skilgreindir sem garnaveikibæir en þetta ákvæði er nýtt inni í garnaveikireglugerðinni nú.

Reglugerðina má lesa í heild sinni hér: http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=8288f8b3-0237-4b82-86f0-2ef177c4fdc2

Bændur er hvattir til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fé sitt bólusett fyrir tilskyldan tíma. Þeim sem hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá féð bólusett og hefur ekki orðið ágengt er bent á að koma þeim upplýsingum til héraðsdýralæknis í Vesturumdæmi á netfangið flora.liste@mast.is.

Bestu kveðjur frá BV.


Fundir BÍ hefjast á morgun

Hinir árlegu bændafundir BÍ hefjast á morgun með fundum á Hvanneyri, Snæfellsnesi, Vopnafirði og Egilsstöðum. Fulltrúar frá Bændasamtökunum munu á næstunni fara hringinn í kringum landið til fundar við bændur fram til 12. desember og fundarplanið má sjá á töflu hér: http://bondi.is/pages/23/newsid/1644

Í tengslum við fundarhöldin var gefinn út lítill upplýsingabæklingur, um starfsemi Bændasamtaka Íslands, og verður honum dreift á öll lögbýli strax eftir helgi.

Bændur eru hvattir til að mæta

kv
Sigríður Jóhannesdóttir
Framkvæmdastjóri
Búnaðarsamtökum Vesturlands


Tilkynning frá Sauðfjársæ​ðingastöð Vesturland​s

Kollótti hrúturinn Valur 06-853 frá Melum II hefur verið felldur vegna þrálátra veikinda.
Bændur eru beðnir að hafa þetta í huga þegar sæði er pantað.


Bestu kveðjur frá Búnaðarsambandi Vesturlands.


Nesið smalað laugardaginn 19. nóv klukkan 10.00

 

 

Þeir félagar sem eiga fé í nesinu og hafa áhuga á að taka á hús eru beðnir að mæta við réttina laugardaginn 19.nóv klukkan 10.00 að staðartíma.


Hermann og Stefán hlutskarpastir

065

Það voru þeir Hermann og Stefán sem voru hlutskarpastir á hrútasýningunni sem haldin var í Vík á föstudaginn var. Stefán mætti með lambhrútinn Súrsson sem fékk 85,5 stig og Hermann mætti með veturgamlan hrút Gísla Súrsson sem fékk 86.0 stig. Fjöldi fólks mætti til að fylgjast með og að dómunum loknum buðu hjónin frá Vík uppá kaffi og með því.


Hrútadómarnir föstudaginn 14.okt klukkan 13.00

Þá fer að líða að hinum árlegu hrúta og gimbra dómum sem haldnir verða í fjárhúsunm í Vík föst026udaginn 14. okt næstkomandi kl 13.00. Áhugasamir hafi samband við Guðjón í Vík í síma 4268419. Ágætt væri að koma með féið á fimmtudagskvöldinu í fjárhúsin í Vík.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband