Fósturtalning verður laugardaginn 2.feb

Gert er ráð fyrir að það verði komið og fósturtalið laugardaginn 2.feb

Áhugasamir hafi samband við Guðjón í Vík í síma 4268419 eða 8950120

 

Stjórnin 


Lóðir undir fjárhús auglýstar.

 
Grindavíkurbær auglýsir eftir umsóknum um lóðir fyrir fjárhús

Grindavíkurbær vinnur að skipulagningu svæðis fyrir fjárhús og gerði í Slokahrauni, sunnan við Suðurstrandarveg á milli Þórkötlustaða og Hrauns. Um er að ræða þrjár lóðir sem hver um sig er ríflega 2.000 m2. Gert er ráð fyrir einu fjárhúsi á lóð og má stærð þess vera á bilinu 140-200 m2. Hvert hús getur verið í eigu sama aðila eða því skipt í 3-4 hólf með eignaskiptasamningi. 

Sjá má afmörkun af svæðinu á meðfylgjandi korti.

Gatnagerðagjöld miðað við 235m2 byggingareit eru 1.220.575,- kr 

Ef húsunum er skipt niður í 3 bil skiptist þessi kostnaður niðrí 406.666.-kr

Grindavíkurbær auglýsir nú eftir umsóknum um lóðir á svæðinu.

Umsóknum skal skila á skrifstofu tæknideildar Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 2. hæð á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublað má einnig nálgast 
hér: http://www.grindavik.is/gogn/umsokn_lod_grindavik.pdf

Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu tæknideildar Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 í síma 420 1107.

Jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust

 


Bæjarstjórnin mætti í þuklið

IMG 3266Bæjarstjórnini var boðið að taka þátt í dómunum og létu þau ekki sitt eftir liggja. Það kom í þeirra hlut að dæma í flokki flekkóttra gimbra og röðuðu þau upp fallegustu flekkóttu gimbrini og svo koll af kolli.

Hér sést hvar Hilmar Helgason þukklar eina golsótta gimbur og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri fylgist grannt með.

Fleiri myndir má sjá inná myndasíðunum hér til vinstri undir Hrútadómar 2012

Gaman hefur verið að sjá undanfarin ár hvað stöðugar framfarir og árangur eru í ræktun og er þessi Hrúta og Gimbradagur liður í þeirri þróun. Þar sem bændur geta komið með þau lömb sem þeir telji líklegust til að fá háa stigun fyrir s,s kjötgæði. Það auðveldar bændum að sjá hvaða lömb eigi að fá að lifa. Einnig hefur skýrsluhald komið að góðum notum frá Bændasamtökunum (Fjarvis.is) til glöggvunar á mjólkurlægni, frósemi, meðalþyngd ofl.


Úrslit hrúta og gimbradóma 2012

Hæst dæmdi Veturgamli hrúturinnÚrslit hrútadóma 2012

 Hæst dæmdi veturgamli hrútur.

Hrúturinn Vinur frá Buðlungu með 87.5 stig

Faðir Hriflon og móðir Mjallhvít frá Stað

Eigandi Hermann Ólafsson

Ræktandi Stefán Kristjánsson og Hermann Ólafsson

 

Hæst dæmdi lambhrútur.

Það voru tveir lambhrútar að þessu sinni sem dæmdust báðir með 85.5 stig.

Eigandi Hermann Ólafsson Stað.

Ræktandi Hermann Ólafsson Stað.

Hæst dæmda lambgimbur.

Gimbrin Fjarprúð frá Buðlungu hlaut hæstu einkunn í flokki gimbra

Ómvöðvi 35-Fita 3-Lögun 5-Frampartur 9-Læri 17.5-Ull 7.5.

Faðir Gosi og móðir Prúð Kveiksdóttir

Eigandi Stefán Kristjánsson Buðlungu

Ræktandi Stefán Kristjánsson Buðlungu

 


Hrúta og gimbrasýningin er á föstudaginn 12. okt kl 13:30

049Hrúta og gimbrasýningin verður haldin næstkomandi föstudag kl 13:30 í fjárhúsunum í Vík

Eru bændur beðnir að mæta tímalega með féið því vikta þarf féið áður sýningin hefst.

Allir velkomnir.

 


Nýir hrútar keyptir til Bjarmalands og Hofs

Óskar keypti hrút frá Sigurði á Stóra-Fjarðarhorni á Ströndum sem er landsfrægt ræktunarbú og með afurða hæstu búum á landinu.

 

Ómar keypti hins vegar hrút frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi sem er einnig þekkt ræktunarbú og binda þeir félagar miklar vonir við að þeir eigi eftir að reynast vel.

 

Hér sjást þeir félagar með gripina.

  Hrútar 2012


Hrúta og gimbrasýningin föstudaginn 12. okt

 

049Hrúta og gimbrasýningin verður haldin í fjárhúsunum í Vík föstudaginn 12. okt

Nánari tímasetning síðar.

 


Smal og réttir í Krýsuvík í dag

Smalað er fjárhólf HaHafnfirskir bændur og búaliðfnfirðinga í Krýsuvík í dag og réttað í framhaldi.

 

 


,,Bændur að störfum"

Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu "Bændur að störfum" í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar. Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, sem prýða mun forsíðu dagatalsins auk eins mánaðarins. Myndirnar skal senda á netfangið ungurbondi@gmail.com og þar má fá nánari upplýsingar sem og á heimasíðu samtakanna, ungurbondi.is

(Fréttatilkynning)


Frestun á smali og réttum.

Vegna lélegra veðurskilyrða til smölunar hefur Þórkötlustaðaréttum verið frestað til sunnudags.

Smalar eru beðnir að mæta á gangnastað kl.10.00 í fyrramálið (laugardag). Réttirnar verða kl. 14:00 sunnudaginn 23. sept.  

 

Leitarstjórar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband