Hrútasýning og lambaskoðun í Kjós.

Hrútasýning og lambaskoðun.
2011

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ,Kjalarnes og Kjós verður haldin að  Kiðafelli,  sunnudaginn 2.okt. og hefst klukkan 14.00. Þar gefst bændum kostur á að fá  stiguðog ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
Þeir sem hafa hug á að nýta sérþessa þjónustu Búnaðarsamtaka Vesturlands eru beðnir að hafa samband við Guðmund í síma 896-6832.
Um kl 16:00, fer fram verðlaunaafhendingfyrir góðan árangur í sauðfjárrækt  allir eru velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.
Líkt og i fyrra verður verðlaunað sérstaklega fyrir stigahæsta mislita lambhrútinn.
Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta.

Sauðfjárræktarfélagið Kjós

Hrút


Myndir

Myndir frá sauðfjársmalinu í Grindavík 2011 má finna á:

http://www.flickr.com/brimfaxi

 Smal 2011

 


Smalinu frestað til morguns.

Ekki verður smalað í dag föstudag eins og til stóð vegna veðurs.

Þess í stað verður byrjað að smala kl 7:00 í fyrramálið og verður

féið rekið beint til réttar og byrjað að draga. Og verðum við að

vona að við getum byrjað að draga um kl 16:00

En allt fer þetta eftir veðri.

 

 

 

Smal 2009


Til sauðfjárbæ​nda - vegna greiningar á riðu

Sent frá Búnaðarsamtökum Vesturlands:

Góðan daginn!

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sauðfjársjúkdóma kemur hér á framfæri til okkar myndböndum af einkennum riðuveiki. Eins og sjá má geta einkennin verið mjög breytileg. Nú eru réttir og fjárragframundan og hugsanlega koma fram einhverjar kindur sem haga sér einkennilega. Vonandi er þó ekki um riðuveiki að ræða en þessi myndbönd sýna vel ýmsar birtingarmyndir riðunnar. Við megum ekki sofna á verðinum heldur vinna samstillt að því að losna við þennan illskeytta sjúkdóm úr landinu.

Góð kveðja frá Búnaðarsamtökum Vesturlands

Árni B Bragason.

http://www.epiwebb.se/videos/index.shtml#


Félagsfundur

Félagsfundur verður haldin í kvöld 6 sept. 2011 kl: 20:00 í Stakkavík.

vvjphvs.jpg


Landssamtök sauðfjárbænda - haustfundur

Landssamtök sauðfjárbænda gangast fyrir opnum haustfundum í næsta mánuði eins og áður, en þetta er þriðja árið sem þeir fara fram.
Fundirnir verða haldnir á sjö stöðum á landinu dagana 16.-18. ágúst n.k. Formaður, framkvæmdastjóri og stjórnarmenn í í LS munu þar fjalla um stöðu og horfur innan greinarinnar. Fulltrúi Matvælastofnunar flytur jafnframt erindi um verkefni stofnunarinnar sem tengjast sauðfjárræktinni. Framsögumenn svara síðan fyrirspurnum.

Þriðjudagur, 16. ágúst.
Kl. 12.00 - Hótel Eldborg, Laugagerðisskóla, Snæfellsnesi
Kl. 12.00 - Kaffi Riis, Hólmavík.
KL. 19.30 - Félagsh. Ljósheimar, Skagafirði

Miðvikudagur, 17. ágúst
Kl. 12.00 - Kaffistofa Fjallalambs, Kópaskeri
Kl. 19.30 - Hótel Staðarborg, Breiðdal

Fimmtudagur, 18. ágúst.
Kl. 12.00 - Hótel Laki, Skaftárhreppi.
Kl. 19.30 - Þingborg, Flóahreppi

Á fundunum verður boðið upp á kjötsúpu og kaffi.


jord.is

Ágætu bændur

Vert er að vekja sérstaklega athygli á eftirfarandi frétt í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Áburðarsalar greiða árgjald af JÖRD.IS
Bændasamtök Íslands hafa gert samkomulag við alla áburðarsala (Búvís, Fóðurblöndunnar, Skeljung og Sláturfélag Suðurlands) um að þeir greiði árgjald bænda af JÖRÐ.IS, skýrsluhaldsforriti í jarðrækt, fyrsta árið (tímabilið 1. júlí 2011 til 30. júní 2012). Þetta þýðir að allir bændur fá áfram frían
aðgang að JÖRÐ.IS. Með þessu vilja áburðarsalar styðja við og hvetja bændur til að nýta sér markvissa og faglega ráðgjöf við gerð áburðaráætlana. Bændur eru hvattir til að nýta þennan tíma til að kynna sér möguleika forritsins í þaula. Í haust eru fyrirhuguð námskeið fyrir bændur um forritið. Ástæða er til að fagna þessu framtaki áburðarsala.

//Bændablaðið, 7. júlí 2011


Bændur eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri til að koma sér af stað í að nota JÖRD.IS . og læra að nýta sér þetta góða verkfæri í jarðrækt

Þeir sem þurfa aðstoð við skráningu er bent á að senda tölvupóst á sj@bondi.is eða hafa samband um leið og skrifstofa BV opnar eftir sumarleyfi þann 2. Ágúst n.k.


kv
Sirrý

Sigríður Jóhannesdóttir
Framkvæmdastjóri
Búnaðarsamtökum Vesturlands
Hvanneyrargötu 3
311 Borgarnes
s: 437-1215 / 892-0515


Dagur sauðfjárræktarinnar

Opna skjal hér fyrir neðan til að sjá auglýsingu um dag sauðfjárræktarinnar.

 https://docs.google.com/viewer?a=v&pid=gmail&attid=0.1&thid=130b828c49ccf989&mt=application/pdf&url=https://mail.google.com/mail/?ui%3D2%26ik%3Df03ba814f9%26view%3Datt%26th%3D130b828c49ccf989%26attid%3D0.1%26disp%3Dattd%26zw&sig=AHIEtbQG72_zYNc6G-a1VnP8YktJykk8sA&pli=1

Grása


Fjárhólfið að verða klárt

Fjárhólfið er orðið fjárhelt en ekki var komin straumur á girðinguna í dag 3. júní.

Þannig að best er að miða við 5.júní eins og undanfarin ár.

 

Gleðilegt sumar félagar.


Upplýsingar til bænda og búaliðs vegna eldgossins í Grímsvötnum

 

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar og orðsendingu til bænda á vef sínum vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þar er fjallað um viðbrögð við öskufalli, flóðahættu, slys og sjúkdóma og þolmörk búfjár fyrir flúori í fóðri og drykkjarvatni. Textinn fer hér á eftir:


Áríðandi tilkynning til eigenda útigangshrossa
Eigendur útigangshrossa um allt land þurfa að búa sig undir verja hross sín fyrir öskufalli. Of seint er að bregðast við eftir að umtalsvert öskufall er skollið á.

Miðað við veðurspá fyrir næstu daga er mest hætta á öskufalli í Rangárvallasýslu en hrossaeigendur á öllu Suður- og Suðausturlandi þurfa að vera í viðbragðsstöðu.
Þar sem mikið öskufall verður er hrossum bráð hætta búin af því að anda að sér öskunni, drekka mengað vatn og éta hana í sig með menguðu fóðri. Því þarf að hýsa öll hross á þeim svæðum. Sé það ekki hægt þarf að flytja þau á öruggari svæði.

Forðast skal þó flutninga á fylfullum hryssum, einkum ef innan við mánuður er í köstun. Sé ekki hægt að hýsa þær með góðu móti skal þeim haldið heima við hús þar sem hægt er að vatna þeim með hreinu vatni og verja fóður fyrir mengun.

Skapist hætta á langvarandi flúormengun er mikilvægast að verja trippi í vexti því þeim er hættast við varanlegu tjóni á tönnum og beinum. Þá er fylfullum hryssum sérlega hætt við kalkskorti í blóði sem er lífshættulegt ástand.

Öskufall
Tryggja öllum dýrum hreint drykkjarvatn, svo sem kostur er. Sjá til þess að skepnur á útigangi hafi aðgang að rennandi vatni eða færa þeim hreint vatn reglulega og koma í veg fyrir að þær drekki út stöðnu vatni. Kanna ástand vatnsbóla og sjá til þess að yfirborðsvatn berist ekki í þau.

Forða skepnum undan öskufalli, hýsa þær ef aðstæður eru fyrir hendi eða flytja annað.

Takmarka beit á þeim svæðum þar sem öskufall er mikið, gefa lystugt fóður vel og oft, og tryggja aðgang að selenríkum saltsteinum eða stömpum. Gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að aska falli á fóðrið.

Hafa daglegt eftirlit með öllum skepnum, sér í lagi lambfé og folaldshryssum. Hryssum og ám getur verið hætt við klumsi eða doða og ungviðinu við skorti á E-vítamíni og seleni.

Breiða yfir fiskeldisker, þar sem því verður við komið og tryggja gott vatnsstreymi í kerin.

Sama gildir um gæludýr og aðrar skepnur, að mikilvægast er að þau drekki ekki úr stöðnu vatni og halda þeim sem mest innandyra.

Flóðahætta
Meta aðstæður og ákveða hvort skepnum sé betur borgið innanhúss eða utan.
Tryggja eftir því sem kostur er að skepnur á útigangi geti forðað sér undan flóði.
Slys eða sjúkdómar

Hafa samband við dýralækni ef skepnur slasast eða verða veikar. Reynt er að tryggja að dýralæknar komist þangað sem nauðsyn krefur.

Gosefni sem berast með vindi geta mengað gróður og vatn og borist ofan í skepnur. Öskukornin eru oddhvöss eins og örsmá glerbrot. Þau særa augu, öndunarfæri og meltingarveg. Þau geta valdið niðurgangi, tannsliti og fótsæri. Flúor loðir við yfirborð kornanna, þeim mun meiri sem askan er fínni. Því er fín aska langt frá eldstöð síst minni hætta skepnum en aska sem fellur nær.

Flúor bindur kalsíum í torleyst sambönd og stuðlar þannig að kalkskorti. Bráð eitrun getur valdið doða í ám og kúm, og klumsi í hryssum, einkum seint á meðgöngu og um burð eða köstun. Áhrif langvinnrar eitrunar er gaddur á jöxlum, sem gerir skepnunum erfitt að bíta, tyggja og jórtra, og beinmyndanir á fótleggjum, sem valda helti. Önnur eitrunarhætta, sem við má búast í tengslum við eldgos, er vegna koltvísýrings í gosgufum. Hann sest í lægðir og getur valdið köfnun.

Hættan vegna eldgoss af þessari gerð er breytileg eftir árstíð, dýrategund, aldri, magni flúors og annarra efna í öskunni og hvert askan berst. Hindra skal ef unnt er öskufall á skepnurnar og í fóður þeirra og sjá til þess að þær hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni. Ef aska fellur á óslegið tún á heyskapartíma, er vissara að bíða með slátt þar til rignt hefur, sama gildir um beitiland. Flúorinn þynnist fljótt og eitrunarhætta dvínar, þegar rignir. Falli flúormenguð aska á hey þarf að meta magn flúors, sem gæti borist í skepnurnar og taka ákvörðun um nýtingu heysins á grundvelli þess.

Þolmörk búfjár fyrir flúori í fóðri og drykkjarvatni
Ekki er fullkomið samræmi í vísindagreinum hvað varðar þolmörk búfjár gagnvart flúori í fóðri og drykkjarvatni en algengast er að fyrir nautgripi séu mörkin talin vera 30-40 mg/kg þurrefnis í fóðri og 2.5-4.0 mg/lítra drykkjarvatns. Þolmörk fyrir hross eru af sumum talin vera svipuð og fyrir nautgripi en aðrir telja þau vera mun lægri. Þolmörk hjá sauðfé eru oftast sett við 70-100 mg/kg þurrefnis í fóðri og 12-15 mg/lítra drykkjarvatns. Ef magn flúors í fóðri og drykkjarvatni er yfir mörkum í langan tíma geta komið fram einkenni í tönnum og beinum. Hafa ber í huga að ýmsir þættir hafa áhrif á þolmörkin, s.s. aldur dýrsins, almennt næringar- og heilbrigðisástand og streita. Ung dýr, dýr í lélegu ásigkomulagi og dýr sem eru undir álagi vegna lélegs aðbúnaðar eða annarra þátta eru mun viðkvæmari.

Bráð eituráhrif geta komið fram í nautgripum, sauðfé og hrossum ef magn flúors í þurrefni í fóðri fer yfir 250 mg/kg. Algengustu einkenni eru doði í kúm og kindum, og klums í hryssum, en einnig ýmis einkenni frá taugakerfi og meltingarfærum.

Tekið af bondi.is



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband