Frestur á umsóknum til kaupa á líflömbum rennur út 1.Júlí

Þeir sem hafa áhuga á að flytja líflömb á milli sóttvarnarsvæða hafa frest til 1.Júlí næstkomandi til að skila inn umsóknum til Matvælastofnunar.

Umsóknareyðublað er að finna hér  http://mast.is/eydublod/bufe

Einnig nánari upplýsingar um þrif og búnað til flutninga.

 


Brynning

Fjárbændur sem nýta lítið fjárhólf í Sandgerði eru með góðan brynningarbúnað fyrir ærnar, hér er á ferð mjög góð hugmynd fyrir þá sem eru með hverskyns hólf (sauðfjárhólf eða hrossahólf) þar sem er ekki aðgengi að rennandi vatni.
Búið er að festa brynningarskál á 1000L grindabrúsa og takið eftir því að það eru einnig saltsteinar og vítamínstampur við. Smile
fjarholf
brynning

Fjallið að verða grösugt

Nú styttist óðum í að við getum farið að sleppa í fjallið.
Ómar hefur verið að standsetja girðinguna og lagði hann lokahönd á það í dag.
En ekki verður hægt að hleypa straum á girðinguna fyrr en Hafnarfjarðarhólfið er orðið klárt þar sem þeir fá straum frá okkar girðingu.
Viðmið okkar er að hleypa ekki í hólfið fyrr en um 5.Júni sem er um næstu helgi. Byrjað er að grænka inn á Vigdísarvöllum og eru hálsarnir einnig að verða grænir.

Sauðburður við Reykjanesbraut.

Viðtal við félaga okkar Geira og Örn á Mbl.is við bændastörf í fjárhúsunum á ströndinni.

  Smellið á hlekkin hér fyrir neðan.

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/24496/


Ógreidd félagsgjöld

Skilaboð frá gjaldkeranum okkar

Þar eru enn nokkrir sem eiga eftir að borga félagsgjald
þ.a.e.s 100 kr pr kind. Þeir sem eiga það eftir eru vinsamlegast
beðnir um að setja sig í samband við Guðjón í Vík til að forðast frekari
innheimtuaðgerðir.

Kv Stjórnin.


Sauðburður

Nú líður að sauðburði og ágætt að fara yfir eitt og annað sem gott er að eiga í sauðburði ef þarf á að halda.
T.d.
Einnota hanska, sprautur og nálar. Pela, túttur, lambamerki, markatöng og burðarlykkju.
Brúsa af fæðingarhjálpargeli.
Selen E. (við hvítvöðvaveiki (stíuskjögri))
Prolack (við slefsýki, skitu og meltingartruflunum) 
Kalsýn/Bórkalk (við doða)
Blandað bóluefni gegn Lambablóðslótt, Garnapest og Bráðapest (sama og ær eru sprautaðar með 4. vikum fyrir burð og svo 2. vikum fyrir burð)
Sauðburðarkver (drög að heilbrigði og sjúkdóma á sauðburði) eftir Sigurð Sigurðsson sem var gefin út árið 1997 er rit sem allir sauðfjáreigendur ættu að eiga, ritið fæst hjá BÍ í síma: 563-0300
skinfaxa.de

Mörk í Grindavík 1954

Vetur

Alheilt - Sneitt f. hóbiti a. = Jón Jónsson, Efralandi
Alheilt - Stýft, gagnbitað = Guðmundur Guðmundsson, Ísólfsskála
Biti f. - Sýlt, biti f. = Kristinn Guðmundsson, Þrúðvangi
Blaðstýft f. - Heilrifað = Kristinn Jónsson, Brekku
Blaðstýft f. - Tvístýft f. biti a. = Grétar Jónsson, Sjólyst
Blaðstýft a. - Biti f. = Guðmundur Guðmundsson, Klöpp
Blaðstýft a. - Sneiðrifað f. = Guðmundur Guðmundsson, Klöpp
Blaðstýft a. biti f. - Sneiðrifað f. fjöður a. = Árni Guðmundsson, Teigi
Blaðstýft a. biti f. = Einar Dagbjartsson, Ásgarði
Fjöður og biti f. -  Sýlt = Guðbjartur Guðbjartsson, Bjarmalandi
Fjöður f. biti a - Hamar = Gamalíel Jónsson, Stað
Gagnfjaðrað - Sýlt, fjöður f. biti a. = Jón G. Jónsson, Hvammi
Gat - Jaðrað a. fjöður f. = Jón Guðmundsson, Miðfelli
Gat, fjöður a. - Gat, fjöður a. = Þorvarður Ólafsson, Lágafelli
Geirstýft - Stif f. = Kristján Ólafsson, Bergi
Geirstýft, gat - Jaðrað a. biti f. = Guðmundur Guðmundsson, Ísólfsskála
Hamar - Hvatt, biti f. = Elís J. Sæmundsson, Melstað
Hamar - Jaðrað a. Gat = Jón Einarsson, Hólum
Hamarsneitt f. - Hamarsneitt f. = Ingibjörg Jónsdóttir, Buðlungu
Heilrifað - Blaðstýft a. = Guðmundur Þorsteinsson, Hópi
Heilrifað - Gagnfjaðrað = Ólafur Sigurðsson, Vík
Heilrifað - Tvístýft f. biti a. = Sigm. Guðmundsson, Steinum
Heilrifað, biti a. - Laufað = Guðmundur Jónsson, Heimalandi
Heilrifað, biti a. - Sýlt = Arent Arnkelsson, Buðlungu
Hóbiti f. - Stúfrifað = Magnús Magnússon, Nesi
Hóbiti a. - Hóbiti a. = Guðjón Jónsson, Höfn
Hóbiti a. - Laufað = Guðjón Jónsson, Höfn
Hóbiti a. - Sneiðrifað a. = Jón Eyjólfsson, Buðlungu
Hvatrifað - Sýlt, biti a. = Aðalgeir Flóventsson, Krosshúsum
Hvatt-  Tvístýft a. = Júlíus Hjálmarsson, Þórkötlustöðum
Jaðrað f. - Gagnbitað = Sigurður Ólafsson, Hofi
Jaðrað f. - Stýft, gagnbitað = Þorsteinn Ólafsson, Hópi
Jaðrað a. - Blaðstýft a. = Þórarinn Pétursson, Valhöll
Jaðrað a. - Sýlt, biti a. = Helgi Gamalíelsson, Stað
Jaðrað a. biti f. - Jaðrað a. biti f. = Ísólfur Guðmundsson, Borg (!! líklegast rangt skráð eða ?)
Lögg f. - Tvístýft og biti f. = Guðjón E. Gíslason, Haga
Lögg f. - Tvístýft f. biti a. = Óskar Gíslason, Ásbyrgi
Sneiðrifað f. - Blaðstýft f. = Þorsteinn Ólafsson, Hópi
Sneiðrifað og biti f. - Sneiðrifað f. biti a. = Jón Jónsson, Sjólyst
Sneiðrifað f. biti a. - Blaðstýft a. = Guðmundur Benónýss. Þórkötlustöðum
Sneiðrifað f. fjöður a. - Sýlt, fjörður a. = Agnes J. Gamalíelsdóttir, Stað
Sneiðrifað a. biti f. - Stýft, jaðrað f. biti a. = Ólafur Árnason, Gimli
Sneitt f. - Sýlt, biti a. = Jóhannes Einarsson, Setbergi
Sneitt f. biti a. - Stúfrifað, biti f. = Guðrún S. Gamalíelsdóttir, Stað
Sneitt f. gagnfjaðrað - Sýlt, gagnfjaðrað = Kristinn Guðmundsson, Járngerðarstöðum
Sneitt, biti a. fjöður f. - Hamar = Ólafur K. Gamalíelsson, Stað
Stúfrifað - Blaðstýft a. fjöður f. = Kristinn Gamalíelsson, Stað
Stúfrifað - Sýlt, biti a. = Þorvaldur Gíslason, Hrauni
Stúfrifað - Tvístýft f. biti a. = Eyjólfur Vilbergsson, Borgargarði
Stúfrifað, biti f. - Sneiðrifað f. = Guðmundur Indriðason, Auðsholti
Stúfrifað, fjöður f. - Heilrifað = Einar Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stúfrifað, gagnbit. - Stýft, jaðrað a. biti f. = Gunnar Þorsteinsson, Vallarhúsum
Stúftvírifað - Fjöður f. Gat = Ólafur Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stúftvírifað - Sneitt a. biti f. = Þorsteinn Símonarson, Vallarhúsum
Stúftvírifað - Sýlt, gagnbitað = Dagbjartur G. Einarsson, Ásgarði
Stýft - Fjöður og biti a. = Hjálmar Júlíusson, Þórkötlustöðum
Sýlt, biti f. - Hanga a. = Júlíus Hjálmarsson, Þórkötlustöðum
Stýft - gagnbitað - Stúfrifað, biti f. = Ísólfur Guðmundsson, Borg
Stýft, lögg f. - Tvístýft f. biti a. = Kristólína Jónsdóttir, Vík
Sýlt - Hóbiti a. = Albert Ólafsson, Buðlungu
Sýlt - Hvatt = Böðvar Árnason, Hrauni
Sýlt - Stúfrifað = Gísli Hafliðason, Hrauni
Sýlt - Tvístýft f. biti a. = Gunnar D. Gíslason, Vík
Sýlt, biti f. - Heilrifað, biti f. = Gunnar Ólafsson, Borgartúni
Sýlt, fjöður a. - Stýft, fjöður a. = Gísli V. Vilmundarsson, Húsatóftum
Sýlt, gagnbitað - Sýlt, tvíbitað a. = Sigurður G. Gíslason, Hrauni
Sýlt, gagnfjaðrað - Sneitt f. Fjöður a. = Magnús Magnússon, Nesi
Sýlt, hófbiti a. - Sýlt, biti f. = Hermann Thorsteinsen, Pálsh.,
Sýlt, lögg f. - Biti a. = Þorlákur Gíslason, Vík
Sýlt, lögg f. - Blaðstýft f. biti a. = Vilmundur Stefánsson, Akri
Tvíbitað f. - Tvíbitað a. = Enok Ingimundarson, Auðsholti
Tvífjaðrað f. - Sýlt, gagnbitað = Guðl. Guðjónsson, Skálholti
Tvífjaðrað f. - Tvífjaðrað f. = Guðl. Guðjónsson, Skálholti
Tvístýft f. - Blaðstýft f. biti a. = Árni Vilmundsson, Húsatóftum
Tvístýft f. - Hvatt, biti f. = Kristinn Jónsson, Brekku
Tvístýft f. - Stúfrifað, biti f. = Bened. Benónýsson, Þórkötlustöðum
Tvístýft f. biti a. - Sýlt, lögg f. = Kristján Sigurðsson, Bergi
Tvístýft og fjöður a. - Blaðstýft a. fjöður f. = Jón Daníelsson, Garðbæ
Tvístýft a. - Stýft, biti f. = Ragnh. Guðmundsdóttir, Þórsmörk
Tvístýft a. biti f. - Blaðstýft f. fjöður a. = Sverrir Sigurðsson, Brimnesi
Tvístýft a. biti f. - Blaðstýft a. biti f. = Kristinn H. Þórhallsson, Sólv.,
Tvístýft a. fjöður f. - Hamar = Júlíus Hjálmarsson, Þórkötlustöðum

Fjárborg í Grindavík

Þá er búið að taka fyrir á fundi byggingarnefndar bréf okkar fjáreigenda varðandi land undir byggingu fjárhúsa.

2.0808043 - Bréf dags 29.08.08. Land til byggingar fjárhúsa.

Fjáreigendafélag Grindavíkur óskar eftir því að Grindavíkurbær taki að sér að skipulegja land undir fjárhúsabyggð. Svæðið þarf að vera þannig staðsett að nokkuð rúmgott gerði gæti verið við hvert fjárhús ásamt aðgengi að vatni og rafmagni.

Nefndin leggur til að myndaður verði starfshópur sem skipaður verður af Sigurði Ágústsyni, Pétri Breiðfjörð, Ingvari Gunnlaugsyni ásamt fulltrúa frá Fjáreigandafélagi Grindavíkur til að finna þessu stað.



Jæja félagar þá er komið að því að Sóna.

Jæja félagar þá er komið að því að Sóna ærnar og ætla þær stöllur að koma á morgun miðvikudag. Þeir sem hafa áhuga á að láta sóna hjá sér eru beðnir um að setja sig í samband við yfirfæðingarlæknirinn Guðjón í Vík S:4268419

Ingólfsskráin 1944, mörk í Grindavík.

Marksins gá þú gripnum á
gjörla sann að reyna,
Ingólfsskrá svo ætla má
eigandann að greina.
Ransý
Alheilt - Sneitt fr. hóbit aft. = Jón Jónsson, Efralandi
Alheilt - Stýft, gagnbitað = Guðmundur Guðmundsson, Ísólfsskála
Bit fr. - Stýft, bit fr. = Kristinn Guðmundsson, Húsatóftum
Blaðstýft fr. - Blaðstýft, bit aft. = Bergur Bjarnason, Hjarðarh.
Blaðstýft fr. - Heilrifað = Kristinn Jónsson, Brekku
Blaðstýft fr. - Sneiðrifað aft. bit fr. = Guðmundur Á. Kristjánsson, Lundi
Blaðstýft fr. - Sýlt, bíldur aft. = Guðmundur Tómasson, Steinum
Blaðstýft fr. - Tvístýft fr. bit aft. = Grétar Jónsson, Sjólyst
Blaðstýft fr. bit aft. - Blaðstýft fr. bit aft. = Árni Jónsson, Löndum
Blaðstýft fr. bit aft. - Hvatrifað = Katrín Ísleifsdóttir, Einlandi
Blaðstýft aft. - Bit fr. (stig Rvík) = Guðmundur Guðmundsson, Klöpp
Blaðstýft aft. - Sneiðrifað fr. = Guðmundur Á. Guðmundsson, Klöpp
Blaðstýft aft. - Sneitt fr. = Guðmundur Árnason, Teigi
Blaðstýft aft. - Sýlt, bit fr. = Jón Árnason, Teigi
Blaðstýft aft. bit fr. - Sneiðrifað fr. fjöður aft. = Árni Guðmundsson, Teigi
Blaðstýft aft. bit fr. - Sýlt, bit fr. = Dagbjartur Einarsson, Ásgarði
Blaðstýft og bit aft. - Sýlt, fjöður fr. = Guðmundur J. Helgason, Stafholti
Fjöður og bit fr. - Sýlt = G. Guðbjartsson, Bjarmalandi
Fjöður fr. bit aft. - Hamar = Gamalíel G. Jónsson, Stað
Gagnfjaðrað - Sýlt, fjöður fr. bit aft. = Jón G. Jónsson, Eyvindarstöðum
Gat - Jaðrað aft. = Valgerður G. Guðmundsdóttir, Ísólfsskála
Gat - Jaðrað aft. fjöður fr. = Jón V. Guðmundsson, Ísólfsskála
Gat - Jaðrað aft. lögg fr. = Ísólfur Guðmundsson, Ísólfsskála
Geirstýft - Gat = Helgi Jónsson, Stafholti
Geirstýft, gat - Jaðrað aft. bit fr. = Bergur Bjarnason, Hjarðarholti
Hamar - Hvatt, bit fr. = Elías J. Sæmundsson, Melstað
Hamar - Jaðrað aft. gat - Einar Jónsson, Húsatóftum
Hamarsneitt fr. - Alheilt = Arent H. Arnkelsson, Buðlungu
Hamarsneitt fr. - Hamarsneitt fr. = Ingibjörg Jónsdóttir, Buðlungu
Heilrifað - Blaðstýft aft. = Guðmundur Þorsteinsson, Sólbakka
Heilrifað - Gagnfjaðrað = Sigurður Árnason, Akrahóli
Heilrifað - Tvístýft fr. bit aft. = Sigmundur Guðmundsson, Steinum
Heilrifað, bit aft. - Laufað = Guðmundur Jónsson, Einlandi
Hóbit fr. - Stúfrifað = Magnús Magnússon, Móakoti
Hóbit aft. - Laufað = Guðjón Jónsson, Höfn
Hóbit aft. - Sneiðrifað aft. = Jón Eyjólfsson, Buðlungu
Hóbit aft. - Sneitt aft, bit fr. = Magnús Ólafsson, Krísuvík
Hvatrifað - Alheilt = Aðalgeir Flóventsson, Krosshúsum
Hvatrifað - Gagnfjaðrað = Sigurg. Jónsson, Vorshúsum
Hvatt - Tvístýft aft. = Júlíus A. Hjálmarsson, Þórkötlustöðum
Jaðrað fr. - Fjöður fr. bit aft. = Sigurður J. Ólafsson, Hofi
Jaðrað fr. - Gagnbitað = Ólaftur Þorleifsson, Þórkötlustöðum
Jaðrað fr. - Laufað = Guðjón Jónsson, Höfn
Jaðrað fr. - Stýft, gagnbitað = Þorsteinn Ólafsson, Sólbakka
Jaðrað aft. - Blaðstýft aft. = Pétur Helgason, Valhöll
Jaðrað aft. - Sýlt, bit aft. = Helgi Jónsson, Stað
Jaðrað aft. bit fr. - Jaðrað aft. bit fr. = Ingólfur Guðmundsson, Ísólfsskála
Lögg fr. - Tvístýft og bit fr. = Guðjón E. Gíslason, Bakka
Lögg fr. - Tvístýft fr. bit aft. = Óskar Gíslason, Litla Gimli
Lögg aft. - Laufað = Jón Jónsson, Efralandi
Miðhlutað - Hvatt = Sæmundur Kristjánsson, Melstað
Miðhlutað - Sýlt, gat = Guðmundur J. Kristjánsson, Brekku
Miðhlutað - Tvístýft aft. = Þorkell Árnason, Teigi
Miðhlutað, fjöður fr. - Stýft, fjöður fr. = Eiríka Jóh. Ó. Árnadóttir, Grund
Miðhlutað, gagnbit - Blaðstýft fr. = Jón Einarsson, Húsatóftum
Sneiðrifað fr. - Blaðstýft fr. = Þorsteinn Ólafsson, Sólbakka
Sneiðrifað og bit fr. - Sneiðrifað fr. bit aft. = Jón Jónsson, Sjólyst
Sneiðrifað fr. bit aft. - Blaðstýft aft. = Guðmundur Benónýsson, Þórkötlustöðum
Sneiðrifað aft. - Stýft, gagnbitað = Jórmundur Kristjánsson, Húsatóftum
Sneiðrifað aft. bit fr. - Sneitt og bit fr. = Jón Gíslason, Merki
Sneiðrifað aft. fjöður fr. - Bit aft. = Þorsteinn Þorsteinsson, Einlandi
Sneiðtvírifað aft. - Sneiðtvírifað fr. = Eydís Þorsteinsdóttir, Merki
Sneiðtvírifað aft. - Sýlt, gagnbitað = Ólafur E. Einarsson, Garðhúsum
Sneiðtvírifað aft. bit fr. - Geirstýft = Einar Einarsson, Krosshúsum
Sneitt fr. - Bit fr. = Þórður Magnússon, Búðum
Sneitt fr. - Stýft, bit fr. = Sigurgeir Guðjónsson, Hlíð
Sneitt fr. bit aft. - Blaðstýft og bit aft. = Júlíus J. Daníelsson, Brautarh.
Sneitt fr. bit aft. - Heilrifað = Ingibjörg Jónsdóttir, Garðhúsum
Sneitt og fjöður fr. - Fjöður fr. = Guðmundur Jónsson, Nesi
Sneitt og fjöður fr. - Jaðrað aft. hanga fr. = Magnús Guðmundsson, Hellum
Sneitt og fjöður fr. - Stýft = Guðlaugur Tómasson, Járngerðarstöðum
Sneitt og fjöður fr. - Sýlt, fjöður fr. = Snorri Tómasson, Járngerðarstöðum
Sneitt fr. gagnfjaðrað - Stúfjaðrað fr. fjöður aft. = Tómas Snorrason, Járngerðarstöðum
Sneitt fr. gagnfjaðrað - Sýlt, gagnfjaðrað = Margrét Sæmundsdóttir, Járngerðarstöðum
Sneitt aft. - Bíldur aft. = Ingólfur Eyjólfsson, Buðlungu
Sneitt aft. fjöður fr. bit aft. - Hamar = Ólafur K. Gamalíelsson, Stað
Stúfrifað - Blaðstýft fr. fjöður aft. - Kristinn Ólafsson, Þórkötlustöðum
Stúrifað - Sýlt, bit aft. = Þorvaldur Gíslason, Hrauni
Stúfrifað - Tvístýft fr. bit aft. = Eyjólfur E. Aðalgeirsson, Krosshúsum
Stúfrifað bit fr. - Sneiðrifað fr. = Guðmundur Indriðason, Auðsholti
Stúfrifað, fjöður fr. - Heilrifað = Einar G. Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stúfrifað, gagnbit - Stúfjaðrað aft. bit fr. = Magnús Þorsteinsson, Vallarh.
Stúftvírifað - Fjöður fr. gat = Ól. Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stúftvírifað - Jaðrað aft. bit fr. = Þórarinn Pétursson, Valhöll
Stúftvírifað - Sneitt aft. bit fr. = Þorsteinn Símonarson, Vallarh.
Stúftvírifað - Sýlt, gagnbitað = Dagbjartur G. Einarsson, Ásgarði
Stýft - Fjöður og bit aft. = Hjálmar Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stýft, bit fr. - Hanga aft. = Júlíus A. Hjálmarsson, Þórkötlustöðum
Stýft, bit fr. - Tvístýft, aft. bit fr. = Jón Pétursson, Blómsturvöllum
Stýft, fjöður aft. - Sneiðrifað aft. = Kristinn Guðmundsson, Húsatóftum
Stýft, fjöður aft. - Tvístýft fr. = Ólafur Jónsson,  Hraunkoti
Stýft, gagnbitað - Geirstýft = Einar G. Einarsson, Garðhúsum
Stýft, gagnbitað - Stúfrifað bit fr. = Ísólfur Guðmundsson, Ísólfsskála
Stýft, gagnbitað - Sýlt, gagnbitað = Ingveldur Einarsdóttir, Hvoli
Stýft, lögg fr. - Bit aft. = Jón H. Gíslason, Baldurshaga
Stýft, lögg fr. - Tvístýft fr. bit aft. = Kristólína Jónsdóttir, Vík
Stýft sig aft. - Bit aft. = Sigurður G. Gíslason, Hrauni
Sýlt - Fjöður og bit aft. = Elísabet Hjálmarsdóttir, Þórkötlustöðum
Sýlt - Gagnfjaðrað = Sigurður Jónsson, Garðhúsum
Sýlt - Hóbit aft. = Albert Eyjólfsson, Buðlungu
Sýlt - Hvatt = Böðvar Árnason, Hrauni
Sýlt - Stúfrifað = Gísli Hafliðason, Hrauni
Sýlt - Stýft, fjöður aft. = Guðvarður Sigurðsson, Löndum
Sýlt - Tvístýft fr. bit aft. = Gunnar D. Gíslason, Vík
Sýlt, bit fr. - Heilrifað bit fr. = Gunnar Ólafsson, Hæðarenda
Sýlt, fjöður fr. - Sýlt, fjöður fr. = Jón Engilbertsson, Sunnuhvoli
Sýlt, fjöður aft. - Blaðstýft aft. bit fr. = Alexander Sigurðsson, Sjávarh.
Sýlt, fjöður aft. - Stýft, fjöður aft. = Vilmundur Árnason, Löndum
Sýlt, gagnbitað - Hvatt, gagnbitað = Guðrún Steinsdóttir, Karlskála
Sýlt, gagnfjaðrað - Sneitt fr. fjöður aft. = Magnús Magnússon, Móakoti
Sýlt,lögg fr. - bit aft. = Þorlákur Gíslason, Vík
Sýlt,lögg fr. - Blaðstýft fr. bit aft. = Vilmundur Stefánsson, Akri
Sýlt,lögg fr. - Hvatt, lögg fr. = Ísólfur Guðmundsson, Ísólfsskála
Tvífjaðrað fr. - Sýlt, gagnbitað = Guðlaugur Guðjónsson, Hópi
Tvífjaðrað fr. - Tvífjaðrað fr. = Stefanía Gísladóttir, Hópi
Tvíheilrifað - Tvíheilrifað = Kristján Sigurðsson, Pálshúsi
Tvístýft fr. - Blaðstýft fr. bit aft. = Magnús Vilmundsson, Löndum
Tvístýft fr. - Blaðstýft aft. fjöður fr. = Daníel Daníelsson, Garðbæ
Tvístýft fr. - Hvatt, bit fr. = Guðmundur H. Kristinsson, Brekku
Tvístýft fr. - Stúfrifað bit fr. = Ben. Benónýsson, Þórkötlustöðum
Tvístýft fr. bit aft. - Sýlt, lögg fr. = Kristján Sigurðsson, Pálshúsi
Tvístýft fr. bit aft. - Tvístýft fr. bit aft. = Guðni Gústafsson, Skálholti
Tvístýft og fjöður fr. - Blaðstýft fr. = Magnús Hafliðason, Hrauni
Tvístýft og fjöður fr. - Blaðstýft aft. fjöður fr. = Jón Daníelsson, Garðbæ
Tvístýft aft. - Stýft, bit fr. = Valgerður Einarsdóttir, Hvammi
Tvístíft aft. bit fr. - Blaðstýft fr. Fjöður aft. = Sverrir Sigurðsson, Brimnesi
Tvístíft aft. bit fr. - Blaðstýft aft. bit fr. = Þórhallur Einarsson, Sólvöllum
Tvístíft aft. bit fr. - Sýlt, gagnbitað = Einar J. Dagbjartsson, Ásgarði

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband