Markaskrá fyrir landnám Ingólfs 1925, mörk í Grindavík.

Óskilafjárauglýsing
ekki skyldi vera,
ranghverf  eða rassfæðing
rétt er hægt að gera.
Heimskulegan lýst mér sið
litnum á að byrja,
markið er það einkennið
allir sem um spyrja.
Sýna naumast sauðarvit
suma vani blindar,
Þeir sem byrja láta á lit
lýsing vafakindar.
Hafa ei Bakkabræður enn
barna troðið skóna,
Grátlegt er þá greindarmenn
ganga stigu flóna.
Hyrnd ær
Bit aft. - laufað - Guðmundur Jónson, Einlandi
Blaðstýft fr. - Heilrifað = Kristinn Guðmundsson, Hraunkoti
Blaðstýft fr. - Sneiðrifað aft. bit fra. - Sig. Vígl. Guðmundsson, Stað
Blaðstýft fr. - Sýlt, bíldur aft. = Guðmundur Tómasson, Steinum
Blaðstýft fr. - Tvístýft fra. biti aft. = Sæmundur Jónsson, Sjólyst
Blaðstýft og biti fr. - sneitt aft. = Brynjólfur Magnússon, Stað
Blaðstýft og biti fr. - sýlt biti fra. = Helga S. Geirsdóttir, Járngerðarstöðum
Blaðstýft fr. biti aft. - Blaðstýft fra. biti aft. = Árni Jónsson, Löndum
Blaðstýft fr. biti aft. - Hvatrifað = Jón Þóraninsson, Einlandi
Blaðstýft fr. biti aft. - Sneiðrifað aft. = Jófríður I. Brynjólfsdóttir, Stað
Blaðstýft fr. fjöður aft. - Hvatt bragð aft. = Guðrún Jónsdóttir, Bjargi
Blaðstýft aft. - Biti fr. = Guðm. Á. Guðmundsson, Klöpp
Blaðstýft aft. - Biti fr. gat = Guðjón Magnússon, Baldurshaga
Blaðstýft aft. - Sneiðrifað fr.. = Guðm. Á.Guðmundsson, Klöpp
Blaðstýft aft. - Sneitt fr. = Guðmundur Jónsson, Klöpp
Blaðstýft aft., biti fr. - Sneiðrifað fr. fjöður aft. = Árni Guðmundsson, Teigi
Blaðstýft aft. biti fr. - Sýlt, biti fr. = Dagbjartur Einarsson, Velli
Fjöður, biti fr. - sýlt = Árni Björnsson, Grund
Fjöður fra., biti aft. - Hamar  = Gamalíel G. Jónsson, Hömrum.
Gagnfjaðrað - Sýlt, fjöður fra. biti aft. = Jón G. Jónsson, Eyvindarstöðum
Gagnstigað - Sýlt, gagnfjaðrað = Sæmundur Tómasson, Þorvaldsstöðum
Gat - jaðrað aft. = Valgerður G. Guðmundsdóttir, Ísólfsskála
Gat, fjöður aft. - Sneitt aft. = Þorvaður Ólafsson, Ási
Geirstýft - Gagnbitað = Sigríður G. Sæmundsdóttir, Þorvaldsstöðum
Geirstýft - Gat  = Helgi Jónsson, Lambhúskoti
Geirstýft - Hamar, biti fr. = Magnús Magnússon, Móakoti
Geyrstýft, gat - Jaðrað aft. biti fr. = Guðmundur Guðmundsson, Ísólfsskála
Hamar - Hvatt biti fra. = Ólafur K. Jónsson, Hömrum
Hamar - Jaðrað aft. gGt = Einar Jónsson, Húsatóftum
Hamar - Stýft, Gagnfjaðrað = Valdimar Einarsson, Húsatóftum
Hamarsneitt fr. - Hamarsneitt fr. = Eyjólfur Jónsson, Buðlungu
Heilrifað - Gagnfjaðrað = Sigurður Árnason, Akrahól
Heilrifað - Jaðrað aft. biti fr. = Guðrún Ingvarsdóttir, Merki
Heilrifað - Stýft, Gat = Guðjón Klemensson, Járngerðarstöðum
Heilrifað - Tvístýft fr. biti aft. = Guðmundur Jónsson, Steinum
Hóbit fr. - Heilrifað = Magnús Magnússon, Móakoti
Hóbit aft. - Laufað = Guðjón Jónsson, Einlandi
Hóbit aft. - Sneiðrifað aft. = Jón Eyjólfsson, Buðlungu
Hóbit aft. - Sneitt aft. bit fr. = Magnús Ólafsson, Krísuvík
Hvatrifað - Sýlt, hóbit aft. = Aðalgeir Flóventsson, Krosshúsum
Hvatrifað - Gagnfjaðrað = Eiríkur Guðmundsson, Byggðarenda
Hvatt - Tvístíft aft. = Guðjón Guðlaugsson, Hópi
Jaðrað fr. - Gagnbitað = Ólafur Þorleifsson, Þórkötlustöðum
Jaðrað fr. -  Laufað = Guðjón Jónsson, Einlandi
Jaðrað fr. - Stýft gagnbitað = Þorsteinn Ólafsson, Þórkötlustöðum
Jaðrað aft. - Bit fr. = Pétur Helgason, Þórkötlustöðum
Jaðrað aft. bit fr. - Jaðrað aft. bit fr. = Guðmundur Ólafsson, Eyði
Laufað - Sneitt aft. fjöður fr. Bjarni Guðmundsson, Stóra Nýjabæ
Lögg fr. - Tvístíft og bit fr. = Guðjón E. Gíslason, Vík
Lögg fr. - Tvístýft fr. bit aft. = Erlendur Gíslason, Vík.
Lögg aft. - Laufað = Jón Jónsson, Einlandi
Miðhlutað, bit aft. - Sneitt fr. bit aft. = Halldór Halldórsson, Móakoti
Miðhlutað, fjöður fr. - Stýft, fjöður fr. = Eiríka Jóh. O. Árnadóttir, Grund
Miðhlutað, gagnbitað - Blaðstýft fr. = Jón Einarsson, Húsatóftum
Sneiðrifað fr. - Sneiðrifað fr. = Þorgeir Björnsson, Merki
Sneiðrifað og biti fr. - Sneiðrifað fr. bit aft. = Jón Jónsson, Sjólyst
Sneiðrifað fr. bit aft. - Blaðstýft aft. = Guðmundur Benónýsson, Þórkötlustöðum
Sneiðrifað og fjöður fr. - Tvístýft aft. fjöður fr. = Magnús Guðmundsson, Akrakoti
Sneiðrifað aft. bit fr. -Sneiðrifað fr. bit aft. = Marteinn Þorbjarnarsson, Krísuvík
Sneiðrifað aft. bit fr. - Sneitt og bit fr. = Jón Gíslason, Bergskoti
Sneiðrifað aft. bit fr. - Stúfjaðarðar fr. bit aft. = Árni Jónsson, Gimli
Sneiðrifað aft. fjöður fr. - Bit aft. = Margrét Guðmundsdóttir, Buðlungu
Sneiðtvírifað aft. - Sneiðtvírifað fr. = Eydís Þorsteinsdóttir, Dalbæ
Sneiðtvírifað aft. bit fr. - Geirstýft = Einar Einarsson, Garðhúsum
Sneiðtvírifað aft. bit fr. - Sýlt, gagnbitað = Ólafur E. Einarsson, Garðhúsum
Sneitt fr. - Bit fr. = Þórður Magnússon, Búðum
Sneitt fr. - Stýft bit fr. = Guðjón Einarsson, Hliði
Sneitt fr. bit aft. - Blaðstýft og bit aft. = Magnús Guðmundsson, Skarði
Sneitt og fjöður fr. - Fjöður fr. = Guðmundur Jónsson, Nesi
Sneitt og fjöður fr. - Jaðrað aft. hanga fr. = Siguður Jónsson, Hópi
Sneitt og fjöður fr. - Stýft = Margrét Sæmundsdóttir, Járngerðarstöðum
Sneitt fr. gagnfjaðrað - Stjúfjaðrað fr. fjöður aft. = Tómas Snorrason, Járngerðarstöðum
Sneitt fr. gagnfjaðrað - Sýlt, gagnfjaðrað = Margrét Sæmundsdóttir, Járngerðarstöðum
Sneitt fr. tvífjaðrað aft. - Sneitt fr. = Kristín Gísladóttir, Húsatóftum
Sneitt aftan - Bit aft. = Guðmundur K. Guðmundsson, Stóra Nýjabæ
Sneitt aft. fjöður fr. - Sýlt bit aft. = Vilhjálmur Guðmundsson, Stóra Nýjabæ
Stúfrifað - Hvatt bit aft. = Guðmundur Jónsson, Stóra Nýjabæ
Stúfrifað - Sýlt bit aft. = Þorvaldur Gíslason, Hrauni
Stúfrifað - Tvístýft fr. bit aft. = Eyjólfur Björnsson, Krosshúsum
Stúfrifað, fjörður fr. - Heilrifað = Einar G. Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stúfrifað, gagnbitað - Stúfjaðrað aft. bit fr. = Magnús Þorsteinsson, Vallarhúsum
Stúfrifað, gagnbitað - Stýft, gagnbitað = Marteinn Þorbjarnarsson, Krísuvík
Stúftvírifað - fjörður fr. gat = Ólafur Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stúftvírifað - Jaðrað aft. bit fr. = Þórarinn Pétursson, Þórkötlustöðum
Stúftvírifað - Sneitt afr. bit fr. = Þorsteinn Símonarsson, Vallarhúsum
Stúftvírifað - Stýft, tvíbitað aft. = Sig. J. Ólafssonm Þórkötlustöðum
Stúftvírifað - Sýlt, gagnbitað = Vilborg Dagbjartsdóttir, Velli
Stýft - Blaðstýft og bit aft. = Jón Sveinsson, Akri
Stýft - Fjöður og bit aft. = Hjálmar Guðmundsson, Þórkötlustöðum
Stýft bit fr. - Hanga aft. = Júlíus A. Hjálmarsson, Þórkötlustöðum
Stýft bit aft. - Tvístýft fr. Gísli Jónsson, Vík
Stýft bit aft. - Tvístýft aft. bit fr. = Árni G. Magnússon, Húsatóftum
Stýft fjöður aft. - Tvístýft fr. = Ólafur Jónsson, Hraunkoti
Stýft, gagnbitað - Geirstýft = Einar G. Einarsson, Garðhúsum
Stýft, gagnbitað - Sýlt, gagnbitað = Ingv. Einarsdóttir, Garðhúsum
Stýft, lögg fr. - Bit aft. = Jón M. Gíslason, Vík
Stýft, lögg fr. - Tvístýft fr. bit aft. = Gísli Jónsson, Vík
Stýft, stig fr. - Sneiðrifað fr. bit aft. = Ólöf Pálsdóttir, Akurhúsum
Stýft, stig aft. - Bit aft. = Guðjón Guðmundsson, Hrauni
Sýlt - Fjöður og bit aft. = Elísabet Hjálmarsdóttir, Þórkötlustöðum
Sýlt - Gagnfjaðrað = Sigurður Jónsson, Hópi
Sýlt - Hóbit aft. = Albert Eyjólfsson, Buðlungu
Sýlt - Hvatt = Böðvar Árnason, Hrauni
Sýlt - Stúrifað = Gísli Hafliðason, Hrauni
Sýlt - Stýft, lögg aft. = Guðvarður Sigurðsson, Löndum
Sýlt - Tvístýft fr. bit aft. = Gunnar D. Gíslason, Vík
Sýlt, bit fr. - Gat = Þorv. Klemensson, Járngerðarstöðum
Sýlt, bit fr. - Heilrifað, bit fr. = Gunnar Ólafsson, Hæðarenda
Sýlt, bit aft. - Sneitt fr. = Jón Eyjólfsson, Buðlungu
Sýlt, bíldur fr. - Sýlt, bíldur fr. = Sveinn Ingvarsson, Holti
Sýlt, fjöður fr. - Sýlt, fjöður fr. = Jón Engilbertsson, Sunnuhvoli
Sýlt, fjöður aft. - Stýft, fjöður aft. = Vilmundur Árnason, Löndum
Sýlt, gagnbitað - Heilrifað, gagnbitað = Karl Guðmundsson, Karlskála
Sýlt, gagnbitað - Sýlt, tvíbitað aft. = Halfliði Magnússon, Hrauni
Sýlt, gagnfjaðrað -  Sneitt fr. fjöður aft. = Guðsteinn Á. Einarsson, Húsatóftum
Sýlt, gagnfjaðrað - Sýlt, gagnfjaðrað = Eiríkur Tómasson, Járngerðarstöðum
Sýlt, hóbit fr. - sneitt aft. hóbit fr. = Lárus Jónsson, Hraungerði
Sýlt, lögg fr. - Bit aft. = Þorlákur Gíslason, Vík
Sýlt, lögg fr. - Blaðstýft fr. bit aft. = Jón Jónsson, Vík
Sýlt, lögg aft. - Lögg fr. fjöður aft. = Ingimundur Guðmundsson, Eiði.
Tvífjaðrað fr. - Sýlt, gagnbitað = Guðlaugur Guðjónsson, Hópi
Tvífjaðrað fr. - Tvífjaðrað fr. = Stefanía Gísladóttir, Hópi
Tvíheilrifað - Tvíheilrifað = Valgerður Jónsdóttir, Akurhúsum
Tvístýft fr. - Blaðstýft fr bit aft. = Guðvarður Vilmundarsson, Löndum
Tvístýft fr. - Blaðstýft aft. fjöður fr. = Daníel Daníelsson, Garðbæ
Tvístýft fr. - Hvatt, bit fr. = Jón Jónsson, Hraunkoti
Tvístýft fr. - Lögg fr. fjöður aft. = Baldvin Jónsson, Hópi
Tvístýft fr. - Stúfrifað, bit fr. = Bened. Benónýsson, Þórkötlustöðum
Tvístýft og fjöður fr. - Blaðstýft fr. = Magnús Hafliðason, Hrauni
Tvístýft og fjöður fr. - Heilrifað = Baldvin Jónsson, Hópi
Tvístýft aft. - Sneitt fr. gagnbitað = Eiríkur Guðmundsson, Stóra Nýjabæ
Tvístýft aft. - Stýft bit fr. = Guðmann M. Guðmundsson, Klöpp
Tvístýft aft. bit. fr.  - Blaðstýft fr. fjöður aft. = Kristín Snorradóttir, Hæðarenda
Tvístýft aft. - bit fr. - Blaðstýft aft. bit fr. = Einar Kr. Einarsson, Húsatóftum
Tvístýft aft. bit fr. - Sýlt, gagnbitað = Guðrún Dagbjartsdóttir, Velli

Vorrúningur 2009

Þá er komið að því að rýja. Félagarnir Hjalti og Stebbi ætla að koma suður í dag þannig að þeir reikna með að því að byrja á morgunn. Þeir sem ætla að láta rýja eru beðnir að setja sig í samband við Guðjón í Vík.

Saga ásetunnar!

Flestir sauðfjáreigendur í Grindavík og nágrenni eru hestamenn. 1 árs hólanemar gerðu myndband um íslensku ásetuna fyrr og síðar. Smile


Aðalfundur 2009

Þá er aðalfundurinn búin og eru flestir sammála um það að hann hafi tekist vel og einnig þorrablótið.

Viljum við þakka Láka fyrir afnot af salnum og skjávarpa. En litlar breytingar eru á stjórn félagsins en skiptu þau Ómar og Valgerður um stóla og er þá Ómar orðin formaður og Valgerður meðstjórnandi. Aðrir sitja áfram þ.a.e.s Guðjón gjaldkeri, Loftur ritari og Hermann meðstjórnandi. Hátt í 50 manns voru á fundinum en alls voru 44 í mat.


Merkingar á sauðfé á fyrritímum í Grindavík

Hér koma merkingar eins og merkt var í gamla daga þ.a.e.s hornin
voru máluð í þeim lit sem hver bær hafði.

Staður = svart bæði
Vík = rautt hægra.
Járngerðarstaðir = blátt hægra.
Ásgarður = grænt vinstra.
Borgargarður = hálft grænt hægra. hálft hvítt vinstra.
Garðar = rautt hægra. hvítt vinstra.
Akur = Hálft rautt hægra,hálft hvítt vinstra.
Múli = ?
Hóp = rautt vinstra.
Klöpp = Rautt í hnakka milli horna
Eyvindarstaðir = Hvítt hægra.
Hof = bæði horn rauð að neðan
Vesturbær = rautt við dindilinn
Miðbær = blátt vinstra.
Buðlunga = grænt hægra.
Brekka = blátt bæði
Bjarmaland = rautt hægra. gult vinstra.
Einland = rautt neðan hvítt ofan vinstra.
Garðbær = blátt h. rautt vinstra.
Heimaland = sama og Einland
Hraun = hvítt neðan rautt ofan vinstra.

Fjárskipti voru gerð til að útrýma mæðuveiki í Landnámi Ingólfs í Grindavík árið 1951. Og var þá sótt fé á vestfirði til endurnýjunar.
Þeir sem geta gefið upplýsingar þá bæji sem uppá vantar og hugsanlega hafa gleymst geta sent ábendingar á bensen@mi.is

Samantekt Loftur Jónsson frá Garðbæ


Aðalfundur þann 6. Febrúar

Jæja kæru félagsmenn þá er komin dagssetning á Aðalfundinn sem var ákveðin á síðasta stjórnarfundi. Fundurinn verður haldin þann 6.feb og hefst kl 20 á efri hæð Salthússins.
Að fundi loknum hefst síðan Þorrablót þar sem sýnt verður gamalt myndband frá sumarrúningi á Vigdísarvöllum ofl.

Einnig væri gaman að ef menn eiga gamlar ljósmyndir frá réttum eða göngum sem þeir geta komið með. Verð á miða fyrir einn er 3500 kr en fjáreigendafélagið niðurgreiðir miðaverð um 1000 kr þannig að verð á miða er þá 2500 kr.

Vonumst við eftir því að sem flestir sjái sér fært að koma og hafa gaman. Því maður er manns gaman.

Stjórnin.


Senn líður að aðalfundi.

Já kæru félagar nú líður senn að aðalfundi og langar okkur að kanna áhuga félaga á að hafa Þorrablót á aðalfundinum. Til greina kemur að hafa aðalfundin á Salthúsinu þar sem við fengjum að hafa sal útaf fyrir okkur.

Einnig væri gaman að skoða gamlar video myndir frá sumarrúning á Vigdísarvöllum. Endilega viðrið þessa hugmynd við félaga.
Nánari fréttir síðar.


Hefur þú áhuga á því að láta Sóna ærnar fyrir burð í vor.

Ef áhugi er fyrir að láta Sóna ærnar, endilega takið þá þátt í skoðanakönnuni hér vinstra megin á síðunni.Athugið merkið einungis einusinni við til að könnunin sé marktæk.

Íslensk ræktun

Cathy er bandarísk, býr í Michigan og ræktar alíslenskan bústofn  þ.a.m. íslensku sauðkindina okkar.Smile Smellið á tengilinn að sjá netsíðuna hennar:

http://www.thehillsofpan.com/

thehillsofpan


Fjáreigendafélag Grindavíkur óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 

 Jólamóra


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband