Þjóðsögur

Ærnar frá Staðarhóli

So bar við einu sinni á Staðarhóli í Saurbæ að á jólaföstunni vantaði tvær ær frá fénu þegar inn var látið, en var þó um daginn skammt frá bænum. Var þá farið til kotanna sem þar eru skammt frá og spurt eftir ám þessum og vóru þær þar ekki og ei þóktust smalar þar hafa séð neinar kindur aðrar en þær er heim komu. Var ei skeytt um það fremur um kvöldið.

Veðrið var stillt, logn og þykkt loft, en þessa sömu nótt brast á norðan-stórbylur með sortahríð. Leist nú bónda illa á og taldi ær sínar tapaðar því ei mundi fé ófennt í slíku stórkafaldi sem ogso hélst næsta dag eftir. Létti þá nokkuð hríðinni.

Vóru þá strax fengnir tveir menn kunnugir að leita þar eð líkast þókti þær mundu hafa vorðið til í sköflum og víðar, líka einnin upp um fjall er þar er skammt frá. Var þó ei gott vegna þess alltaf hélst kafaldið nokkuð, enda þó leitað væri. Birti ei verulega upp fyrr en að viku liðinni.

Var þá enn sent lengra burt bæði að leita og spyrja eftir ánum, jafnvel þó allir, bæði bóndinn og aðrir, teldu þær tapaðar, en þó var þetta allt árangurslaust. En þetta hið sama kvöld lét bóndi inn kindur sínar sem hann var vanur, batt aftur hús og þrýsti að dyrunum snjó eins og venja er á vetrum.

Hefur bóndinn sjálfur sagt so frá að hann að þessu afloknu hafi snúið sér frá húsdyrunum er hann seinast þrýsti að, gengið fáein spor og farið að kasta af sér vatni. Verður honum þá litið um öxl sér til húsdyranna. Sér hann þá ærnar er hann hafði vantað, við dyrnar, hreinar, þurar og þokkalegar eins og þær hefðu þá komið út úr húsinu, og fullar eins og þær hefðu komið af nógri jörð eða frá gjöf.

Virtist mönnum mjög kynleg saga þessi er bóndi sagði frá aðburði þessum og vóru allir sammála um að þær mundu af einhvurjum ósýnilegum mönnum geymdar verið, so sem álfa- eða huldufólki.

(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)

Hvít

Álfahrútar

 ÆR  FÁ  VIР ÁLFAHRÚTUM

Á einum bæ í Hrútafirði utarlega bar so til litlu fyrir jólin að þrjár ær vöntuðu eitt kvöld hjá smalamanni og varð ei leitað, því dimmt var vorðið er þeirra var saknað. En snemma daginn eftir vóru þær hjá fénu og var ei fremur um þetta sýslað.

En um fengitímann bar ei neitt á þessum ám að þær sæjust blæsma. Vóru menn þá hræddir um þær mundu hafa fengið hrút af öðrum bæ. Var þess vegna gjörð fyrirspurn hvurt ei hefði vorðið vart við þær á bæjunum þar í kring eða hrútar úti með fé þann dag, og var það hvurugt.

Allt fyrir það fundust ærnar með lömbum á sínum tíma og báru um vorið litlu fyrir venjulegan sauðburð tvær og áttu hvítar gimbrar; ein var lamblaus og fekk ekki lamb upp frá því. Önnur þessi gimbur hvarf um vorið, en hin lifði og var væn, einkum ullarmikil fremur öðrum gemlingum sem bóndinn átti, að um vorið var reyfið þurrt og þvegið tvö og hálft pund; þókti mönnum slíkt óvenja og eftir öllum líkindum ærnar mundu fengið hafa við álfahrútum.

(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Álfahrútur!

Fróðleikur af www.dyri.com 29.mars 2007

Lambasjúkdómar

Nú líður að vori og ætla má að á Suðurnesjum muni um 600-800 lömb líta dagsins ljós. Á meðgöngutímanum, sem er fimm mánuðir, er jafnan hlúð vel að sauðfénu til að stuðla að góðum þroska og heilbrigði lambanna. Meðal þess sem þarf að gera er að bólusetja ærnar til að verja lömbin gegn sjúkdómum sem gætu annars dregið þau til dauða strax á fyrstu dögum og vikum ævinnar. Sjúkdómarnir sem um ræðir kallast lambablóðsótt, flosnýrnaveiki og bráðapest. Þeir eru af völdum clostridium-baktería sem finnast í nánasta umhverfi sauðfjárins og eiga greiða leið að nýbornum lömbum.

Lambablóðsótt leggst á 2ja til 3ja daga gömul lömb (ekki eldri en tveggja vikna) og þau fá blóðblandaðan niðurgang og miklar kvalir, stynja og fetta jafnan höfuðið aftur. Veikindin standa stutt og lömbin deyja innan fárra klukkutíma. Flosnýrnaveiki gefur svipuð einkenni og lambablóðsótt. Lömbin þembast einnig upp og oft má sjá froðu í munnvikum. Yfirleitt er um að ræða lömb eldri en tveggja vikna sem eru vel á sig komin sem veikjast. Bráðapest kemur upp hjá 2ja til 3ja vikna gömlum lömbum og finnast þau oft dauð án þess að veikinda verði vart. Sterka ólykt leggur gjarnan frá veikum lömbum, en miklar blæðingar verða í görnum. Bólusetja skal fengnar ær gegn ofannefndum þremur sjúkdómum hálfum mánuði áður en sauðburður hefst. Ær sem ekki hafa verið bólusettar áður skal bólusetja tvisvar með 10-14 daga millibili (fyrri bólusetning mánuði fyrir burð). Ef þessir sjúkdómar koma samt sem áður upp skal bólusetja eftirlifandi lömb eða gefa þeim sermi.

Meðal annarra sjúkdóma sem jafnan hrjá unglömb má nefna niðurgang sem getur verið av völdum E.coli eða annarra umhverfissýkla. Í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að veita góða stuðningsmeðferð og koma í veg fyrir vökvatap og hitatap. Síðan er mikilvægt að koma jafnvægi á þarmaflóruna á ný en það má til dæmis gera með því að gefa AB mjólk eða Prolac sem hefur gefið mjög góða raun. Í einhverjum tilfellum er meðhöndlun með sýklalyfjum nauðsynleg og slíkt skal gert í samráði við dýralækni. Í lokin skal nefna slefsýki en það er kólísýking sem kemur fram á fyrsta sólarhringnum og getur verið afar erfitt að meðhöndla. Slefsýki sést helst hjá veiklulegum lömbum sem fá ekki nægilegan brodd í upphafi. Lömbin verða dauf, hætta að sjúga og deyja innan sólarhrings sé ekkert að gert. Þeim þarf að gefa sýklalyf og sykur/saltlausn í magaslöngu og hjúkra vel þar til þau fara að sjúga sjálf.

Forvarnir eru alltaf besta meðferðin ef svo má segja og stærsti liðurinn í forvörnum er góður aðbúnaður. Þá er m.a. átt við gott fóður, aðgang að hreinu vatni, hrein fjárhús með góðri loftræstingu og góða umönnun þar sem smitvarnir eru viðhafðar. Séu veik dýr í húsinu skal einangra þau eins og kostur er.

Ær


Herdísarvíkur-Surtla/Krýsuvíkur-Surtla

Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla, sem var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi. Surtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða.

Í fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina svarta kind og lamb hennar sem náðust ekki. Eftir áramótin náðist lambið þegar það örmagnaðist í einum eltingaleiknum en Surtla slapp ávallt burt. Hún sást nokkrum sinnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa fjárskiptayfirvalda virtist engin leið að ná henni, hún ýmist stakk menn af í klettum sem voru öðrum ófærir eða þá að hún fannst ekki þegar til átti að taka. 

Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir langan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist. Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tímans 2. sept. 1952 hljómaði þannig: Surtla lögð að velli í Herdísarvíkurfjalli á laugardagskvöld.

550-herdisar-surtla

Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli. Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hangir uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum.

Tekið af www.strandir.is


Góður fjárhundur!


Dýralæknir

Gísli dýralæknir kemur aftur miðuvikud. 3 des. og miðvikud. 10 des. (að öllu óbreyttu) ef einhverjir þurfa á honum að halda.

Hann er með tvær heimasíður: http://vet.is/ og http://dyri.com

Kindur


Nesið smalað kl 13.00 á morgun föstudag.

Mæting við réttina

Reikningur

Búnaðarsamband Vesturlands er búin að senda reikning vegna gimbra-og hrútaskoðun. Gjald fyrir hvert stk. er 352 kr. þeir sem eiga eftir að borga, hafa samband við Guðjón í Vík.

kind


Jæja þá er stefnt að því að smala nesið á föstudag.

Nánari tímasetning kemur þegar nær dregur.
Þeir sem ætla að svampa og sprauta setji sig í samband við Valgerði á Hrauni í síma 4267147. Og eru menn beðnir að láta boðin berast á milli.Þeir sem ætla að láta sæða geta skoðað Hrútaskrána hér http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1194

Upphaf Svínaræktunar í Þórkötlustaðahreppi.

Fyrir þá sem hafa gaman af klaufdýrum yfir höfuð geta skoðað hér myndir þegar bændurnir í Bjarmalandi fengu gefins fyrstu giltuna frá bændunum Magnúsi og Eyjólfi frá Teigi.En gyltan á ættir sínar að rekja til bæjarins Teigs í Þórkötlustaðahreppi en þar er að finna fleiri tegundir af svínum en gengur og gerist.Myndirnar eru í albúmi hér vinstra megin á síðunni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband