Hrútadómar 2010 laugardaginn 9.okt kl 13.00

  okt 08 100

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sælir félagar 

Ætlunin er að halda hrúta og gimbrasýningu

laugardaginn 9.okt kl 13.00 í fjárhúsunum í Vík. 

Ágætt er að vera búin að koma með féið fyrir

hádegi til að vera búin að vikta áður en skoðun hefst.

Hvetjum við alla sauðfjárbændur á suðurnesjum

til að koma og fylgjast með eða láta dæma

fyrir sig gimbrar eða hrúta.

 

Kveðja

Stjórnin

 

  


Réttir í Grindavík 2010.

Myndbönd af Youtube úr réttunum.

 

 


Myndir

Nokkrar nýjar myndir eru komnar í myndaalbúmið.

IMG 8040


Hestamenn athugið!

 

Óheimilt er að setja hestana í safnhólfið við réttina þegar búið er að reka féð inn í almenninginn, setjið þá í gerðið við frystihúsið hjá Palla Jóa.

Stjórnin.

 Mynd


Þórkötlustaðaréttir 2010

Að gefnu tilefni viljum við hjá Fjáreigendafélagi Grindavíkur benda fólki á sem ætlar að koma í réttir næstkomandi laugardag að passa uppá að börnin séu ekki inní almenningnum.

Einnig er algerlega óheimilt að hanga í ullinni eða hornum á féinu.

Þar sem réttin er orðin gömul og lúin viljum við benda foreldrum á

að börnin eru á þeirra ábyrgð hvort sem er inní réttini eða uppá görðunum og mælumst við til að börnin séu ekki að hlaupa eftir garðveggjunum.

Með von um góða skemmtun í réttum næstkomandi laugardag.

Stjórnin

DSC03756


Meðferð sauðfjár í réttum.

Meðferð sauðfjár í réttum

Það er með ýmsu móti hvernig staðið er að sundurdrætti fjár eftir að það kemur úr sumarhögum. Víða er fé réttað í fjármörgum réttum þó að nú sé fjárfjöldinn ekki svipur hjá sjón hjá því sem var á síðustu öld. Í þessum réttum má ekki á milli sjá hvort er fleira fólk eða kindur. Óhjákvæmilega vill stundum verða heilmikill atgangur þegar verið er að reka kindurnar inn í almenninginn og handsama kindurnar. Þá er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum þeim yngri til fyrirmyndar og gerum þeim grein fyrir að lömbin eru lifandi og þau eru hræddari við okkur en við við þau. Þess vegna er mikilvægt að fara vel að fénu og gera börnunum grein fyrir því að kindurnar eru ekki reiðskjótar.

Það er einnig mikilvægt að fólkið sem er í almenningnum víki fyrir fénu í innrekstri og forðist að þrengja svo mikið að því að kindur troðist undir. Hundar eiga ekkert erindi í almenninginn og er varað sérstaklega við að farið sé með hunda hverrar tegundar eða stærðar sem er sem ekki eru vanir sauðfé inn í kindahóp. Góðir fjarhundar eru gulls ígildi, en það er á ábyrgð eiganda hundsins að hann bíti ekki kindur.

Á öðrum stöðum eru ekki réttir þar sem fé er réttað saman úr heilum sveitum, heldur er fé af takmörkuðu svæði dregið í sundur heima á bæjum. Þar sem þannig háttar eru talsverð brögð að því að fé sé dregið sundur inni í fjárhúsum. Það er afleitur ósiður. Það er misjafn sauður í mörgu fé og hvar sem er á landinu geta verið kindur í fjársafni sem eru óvelkomnar af því að þær eru langt að komnar og geta borið með sér sjúkdóma sem sem ekki eru á þeim bæ sem dregið er sundur á eða á því svæði. Slíkar kindur geta hæglega smitað húsin þannig að erfitt getur orðið að losna við óþverann. Drykkjarílátin eru greið smitleið. Sýkingar eins og garnaveiki og pestarsýklar geta lifað lengi í húsunum.

Bændur eru hvattir þar sem sá ósiður hefur verið tekinn upp að draga í sundur inni í fjárhúsum að gera þá kröfu til samsveitunga sinna að gerð verði aðstaða úti með grindum til að drag fé í sundur. Þá hjálpar náttúran við að draga úr smitinu á milli rétta því sólskin og víxl frosts og þýðu hjálpar til við að fækka sýklum.

Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun


Sláturhúsbíllinn verður á mánudaginn 20.sept

Sláturhúsbíllinn verður í Grindavík mánudeginum eftir Réttir og þeir sem hafa hug á því að setja í Sláturhús setji sig í samband við Guðjón í Vík í síma 4268419 með smá fyrirvara.

 

Með kveðju Guðjón


Fundur í Salthúsinu á mánudaginn 6.sept kl 20

Almennur félagsfundur í Fjáreigendafélagi Grindavíkur verður haldinn 
í Salthúsinu mánudaginn 6. sept. n.k. kl. 8 (kl. 20).

Fundarefni:

Tilhögun smölunar í fjárhólfi Grindvíkinga nú í sept.
Önnur mál sem kunna að verða borin upp.

Minnum félaga á sem eiga eftir að borga árgjaldið að gera það upp við gjaldkera á fundinum til að forðast óþarfa innheimtuaðgerðir.

Stjórnin.

Lambi 

 


Fjallskilaseðill 2010

Fjallskil 2010

Föstudaginn 20. ágúst 2010 kom fjallskilanefnd saman til fundar að Víkurbraut 62, kl. 10.
Mætt voru: Ásta Jóhannesdóttir, Guðjón Þorláksson og Róbert Ragnarsson.
Til fyrstu rétta skal mæta föstudaginn 17. sept 2010 kl. 12.30. Þá verður smalað fjárhólf okkar grindvíkinga í Krýsuvíkurlandi.
Smalað verður geymsluhólf milli Hálsa.
Laugardaginn 18. september skal mæta við geymsluhólfið kl. 07.45 og rekið til Þórkötlustaðaréttar.
Réttað verður  kl. 14:00

.Niðurjöfnun:
1. Hermann Ólafsson 9 dagsv.
2. Ómar Davíð Ólafsson 3 dagsv.
3. Þórir Kristinsson 3 dagsv.
4. Kristján Finnbogason 3 dagsv.
5. Hraun 2 dagsv.
6. Páll Óskar Jóhannesson 2 dagsv
7. Ásta Jóhannesdóttir 1 dagsv.
8. Theodór Vilbergsson 2 dagsv.
9. Steinþór Helgason 2 dagsv.
10. Guðjón Þorláksson 1 dagsv.
11. Dagbjartur Einarsson 1 dagsv.
12. Kristólína Þorláksdóttir 1 dagsv.
13. Þorlákur Guðmundsson 1 dagsv.
14. Óskar Sævarsson 1 dagsv.
15. Brian Lynn Thomas 1 dagsv.
16. Daníel Jónsson 1 dagsv.
17. Loftur Jónsson 1 dagsv.
18. Þórunn Sigurðardóttir 1 dagsv.
19. Margrét Sigurðardóttir 1 dagsv.
20. Ásgeir Runólfsson 1 dagsv.
21. Helgi Hilmarsson (Reykjanesbæ) 1 dagsv.
22. Kristmundur Skarphéðinsson (Fagrabergi 1, Hfj.) 1 dagsv.
23. Sverrir Örn Ólsen (Sandgerði) 1 dagsv.
24. Ólafur Sigurðsson (Völvufell 40, 111 Rvík) 1 dagsv.
25. Sigmar Björnsson (Suðurgarði 22, 230 Rnbæ) 1 dagsv.
26. Helgi Einar Harðarson (Sjónarhóll) 1 dagsv.
27. Magnús Ágústsson (Hafnargata 9, 190 Vogar) 1 dagsv.
28. Halldór Ármannsson (Vogabraut, 245 Sandgerði) 1 dagsv.
29. Ásgeir Magnús Ásgeirsson (Borgarhraun 17, 240 GRI ) 1 dagsv.
30. Arnar (Fuglavík 18, 230 Rnbæ) 1 dagsv.

Leitarstjórar: Guðjón Þorláksson (8950120), Hörður Sigurðsson (8978147) og Þórir Kristinsson (4268023).

Smalamenn skulu hafa samband við leitarstjóra til að afla sér upplýsinga fyrir smaladag.

Réttarstjóri: Ómar Davíð Ólafsson.

Vaktmaður yfir safni: Hermann Ólafsson

Dagsverk reiknast 9.000 kr., enda leggja menn sér til hesta eða önnur farartæki.Dagsverk sem ekki er staðið skil á greiðist með 50% álagi.

Smalamenn eru eindregið hvattir til að hafa með sér talstöðvar og góða skapið.

Ef fjáreigendur hafa einhverjar athugasemdir við framkvæmdina skulu þeir hafa samband við einhvern nefndarmann fjallskilanefndar

.Athygli er vakin á heimasíðu fjáreigendafélagsins http://fjareigendafelag.blog.is

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.30

Fundargerð skráði Róbert Ragnarsson.


Fjárhólfið klárt

Þá er girðingin orðin klár í fjárhólfinu okkar en lítið gras er komið á milli hálsa og á Selsvöllum.

 

Kv Ómar Davíð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband