Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings

Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings verður haldinn að Þverholti 3, þriðju hæð

Fimmtudaginn 29.apríl n.k. og hefst kl.20.30.

Dagsskrá :

Skýrsla Stjórnar

Reikningar félagssins

Kosningar

Önnur mál 

 Kveðja Stjórnin.


Fræðslufundurinn

Fjölmenni var á fræðslufundinum og fór Gísli dýralæknir yfir forvarnaraðgerðir, sauðburð, lambasjúkdóma og meðhöndlun / hjúkrun veikra lamba og svaraði spurningum.
Hér er efnisyfirlit fundarins:

Forvarnaraðgerðir
- Ormalyf
- Oramec drench 17-18ml/kind
- Zerofen 4 ml/kind
- bólusetningar, gegn hverju / hvenær
- smitgát; smitleiðir / hreinlæti
Sauðburður
- sjúkdómar tengdir meðgöngu og burði (doði, súrdoði, graskrampi, fastar hildir, júgurbólga, legbólga, skeiðarsig)
- burðarhjálp
- fósturlát (toxoplasma, campylobacter (síð. 6 vikur meðgöngu), hvanneyrarveiki)
Lambasjúkdómar
- kramarlömb
- slefsýki (E. coli)
- skita (E. coli)
- stíuskjögur (selenskortur) (ca hálfum mán eftir burð, lömb sem eru inni)
- lambablóðsótt (Clostridium perfringens B) (innan tveggja vikna)
- garnapest (Clostridium perfringens C) (innan tveggja vikna)
- flosnýrnaveiki (Clostridium perfringens D) (eftir tveggja vikna aldur)
- bráðapest (Clostridium septicum) (haustlömb)
- hníslasótt (4-6 vikna)
Meðhöndlun / hjúkrun veikra lamba
- halda á þeim hita (hita þau upp)
- gefa vökva um munn eða í magasondu (fyrst og fremst broddamjólk, einnig má nota sykurvatn)
- gefa prolac, lamboost eða sambærilegt fóðurbætiefni.
Myndir frá fundinum eru komnar í myndaalbúm 

Fræðslufundur um sauðburð og sjúkdóma í lömbum.

Til stendur að hafa fræðslufund næstkomandi þriðjudagskvöld kl 20.00 á efri hæð salthússins.

Þar mun Gísli dýralæknir fræða okkur um sauðburð og ýmsa sjúkdóma.

Einnig mun nefndin sem sér um fjárhúsabyggðina gera grein fyrir hvernig staðan er á því.3550107770_9f96dcf3d0_o

 

Allir velkomnir

Kveðja Stjórnin


Páskalömb

Fyrstu lömbin eru borin í Grindavík. Það eru vænir tvílembingar, hrútur og gimbur (Kóngur og Drottning)

Helgi

Eigandinn Helgi Einar.


Bólusetning fyrir sauðburð

Af www.keldur.is

Varnarefni gegn Clostridium sjúkdómum í sauðfé (lambablóðsótt, garnapest (flosnýrnaveiki) og bráðapest )

Bóluefni

Á Tilraunastöðinni er  framleitt blandað bóluefni gegn lambablóðsótt, flosnýrnaveiki  og bráðapest. Bóluefnið er blanda af sýklum og eiturefnum þeim sem valda lambablóðsótt, flosnýrnaveiki (garnapest) og bráðapest. Hvoru tveggja hefur verið gert óvirkt með formalínmeðferð.

Bóluefnið er ætlað til nota í fengnar ær. Þar sem sjúkdómahætta er mikil er mælt með því að ærnar séu sprautaðar mánuði áður en sauðburður hefst og aftur 10 -14 dögum síðar. Þar sem smitálag er lítið hafa menn þó reynslu af því að nægjanlegt er að sprauta eldri ær, það er ær sem hafa verið bólusettar margoft áður, aðeins einu sinni u.þb. hálfum mánuði fyrir burð.

Við bóluesetninguna mynda ærnar mótefni gegn áðurnefndum sýklum og eituefnum þeirra og skila þeim til lambanna með broddmjólkinni. Uppsog mótefna frá görnum verður einkum fyrstu 36 klst eftir burð þannig að mikilvægt er að lömbin fái brodd sem fyrst eftir að þau koma í heiminn.

Mótefnin veita vörn fyrstu vikurnar eftir burð og þá einkum gegn lambablóðsótt sem mest hætta er á að lömbin fái á þessum tíma. Bólusetningin veitir hins vegar takmarkaða vörn gegn garnapest sem hrjáir einkum eldri lömb og alls enga gegn bráðapest sem yngra fé er hætt við á haustin. Þar sem mikil brögð eru að því að bændur missi hálfstálpuð lömb úr garanpest hafa sumir brugðið á það ráð að bólusetja lömbin nokkra vikna gömul. Ekki þýðir þó að bólusetja þau mikið yngri en þriggja vikna þar sem mótefni frá móður hindra verkun bóluefnisins. Menn hafa þó í einhverjum tilvikum bólusett allt niður í 10 daga gömul lömb.

Mótefnasermi

Önnur aðferð til þess að vernda nýfædd lömb gegn lambablóðsótt er að sprauta þau með mótefnasermi.

Sermið er framleitt í hrossum með því að sprauta þau síendurtekið með eituefnum sýklanna sem valda lambablóðsótt. Yfirleitt er sprautað einu sinni í viku með allt að 100 ml af toxíni í hvert sinn. Þegar hrossin eru farin að mynda nægjanlegt magn mótefna er þeim tekið blóð, blóðið látið storkna, sermið hirt og tappað á glös og notað í lömbin til þess að verja þau gegn sjúkdómnum. Sprauta þarf lömbin strax eða mjög stuttu eftir burð.

Hér áður fyrr var sermi mjög mikið notað sem varnalyf en þróunin hefur orðið sú að nota frekar bóluefni í ærnar. Víðast hvar er hætt að framleiða mótefnasermi í hrossum. Þetta er dýr og fyrirhafnasöm framleiðsla. Út frá dýraverndunarsjónarmiðum þykir ekki ásættanlegt að nota hross í þessu skini ef að til eru aðrar aðferðir sem skila sama árangri, eins og í þessum tilviki þar sem bólusetning ánna skilar mótefnum til lambanna á miklu eðlilegri hátt en sprautun með hrossamótefnasermi.

Síðast liðið ár var hætt framleiðslu sermis á Keldum enda hafði notkunin dregist mjög saman. Þar sem vart varð nokkurrar ónægju með þessa ákvörðun var ákveðið að framleiða sermi í ár en þó í mjög takmörkuðu magni.

Eindregið er mæli með því einfdregið að bændur bólusetji ærnar. Sermið skal einungis notað í neyðartilvikum ef að bólusetning hefur misfarist, menn "gleymt" að bólusetja eða ef að lambablóðsótt kemur upp á bæjum þar sem menn hafa alveg sleppt því að bólusetja vegna þess að þeir hafa ætlað  að sjúkdómurinn væri ekki til staðar í hjörðinni.

Þrílemba


Aðalfundurinn 2010

Góð mæting var á Aðalfundinum sem haldinn var á efri hæð Salthússins síðasta laugardag en um fimmtíu manns mættu til fundar.

Byrjar var að minnast þeirra félaga sem féllu frá á síðast liðnu ári, en þeir voru Ólafur Guðbjartsson frá Bjarmalandi , Eggert Kristmundsson  og Lárus Kristmundsson frá Brunnastöðum.

Meðal þeirra mála sem rædd voru er að skipað var í þriggja manna nefnd til að finna svæði undir fjárhúsabyggð og var stungið uppá Hermanni, Brian og Ómari til að finna þessu stað og vinna að þessum málum fyrir félagsmenn og finna leiðir til að lágmarka kostnað eins og unnt er.

Stjórninn var endurkjörinn með lófaklappi og er skipuð Formaður Ómar Davíð Ólafsson,  Varaformaður Hermann Ólafsson,    Gjaldkeri Guðjón Þorláksson,   Ritari Loftur Jónsson,  Meðstjórnandi  Valgerður Valmundsdóttir.

Nokkur umræða var um hvort ætti að hækka félagsgjaldið eða hafa það óbreitt og kom stjórninn með þá tillögu að hafa það óbreitt s,s 100 kr pr vetrarfóðraða kind.

Rætt var um hrúta og gimbraskoðun á haustin hvort það ætti að reyna að fá dómarann til að koma á föstudegi en ekki um helgi því það væri dýrara. Einnig var rættum hvort félagið ætti að borga allt umfram 350 kr pr kind ef peningur er til í sjóði, sem var samþykkt.

Einnig var rætt um hvort halda ætti þessu fyrirkomulagi þ,a,e,s aðalfund og þorrablót saman. Og voru menn sammála um að halda þessu eins og það er því mikil ánægja var með matinn og var um 45 manns sem borðuðu. Skoða þarf hvort niðurgreiðsla eigi að vera eins mikil á næsta ári. En hún var núna  1000.- kr á miðann.

Guðjón kannaði áhuga manna á að fá stelpurnar til að koma að sóna eins og í fyrra og höfðu einhverjir áhuga á því en síðar kom í ljós að þær komast  ekki til okkar fyrr en í kring um 10-12 mars sem orðið of seint.

Viljum við þakka Láka á Salthúsinu fyrir fundaraðstöðu og vel heppnað þorrablót.

 

 

 

 

 


Þorrablót og Aðalfundur 13. Feb kl 19:00

Sælir félagsmenn

Ákveðið var á stjórnarfundi á mánudaginn síðast liðin að hafa Aðalfund og þorrablót laugardaginn 13. febrúar kl 19:00.

Aðalfundurinn verður haldinn á efrihæð Salthússins kl 19:00 og síðan í framhaldi af því verður haldið Þorrablót. Áætlað er að maturinn hefjist um kl 20:00. Að loknu þorrablóti verður harmonikkuspil á neðri hæðinni og mun dansinn duna fram eftir kvöldi.

Áætlað miðaverð er 3900.-kr og mun félagið greiða niður 1000.-kr á hvern miða þannig að miðinn kostar þá 2900.-kr. Bjóðum við maka sérstaklega velkomna með.

Gaman væri ef einhverjir gætu komið með gamlar myndir frá réttum, smali eða einhverju sem tengist okkar félagsskap.

 Vonandi sjá flestir sér fært um að koma og hafa gaman.

Við í stjórninni munum hringja í félagsmenn á næstu dögum og kanna áhuga manna á þorrablótinu og skrá fjölda.

 Kær kveðja

Stjórnin


Aðalfundur-Þorrablót

Þar sem mikill áhugi er fyrir að hafa Aðalfund og Þorrablót saman að þá stendur okkur til boða helgin 12-13 feb. Þá stefnir Láki á að hafa Þorrablót í Salthúsinu á neðri hæðinni og við gætum verið á efri hæðinni með okkar blót og fundinn.

 Þegar fundurinn er búinn verður harmonikkuspil niðri fram eftir kvöldi. Láki var ekki komin með endanlegt verð en það er í kringum 4000.-kr. á manninn.En gerum við ráð fyrir að félagið niðurgreiði einhvern hluta. Stefnt er að því að hafa stjórnarfund næstkomandi sunnudagskvöld.

Nánari upplýsingar siðar.

 

Kv Stjórnin


Aðalfundur-Þorrablót ?

Nú líður senn að aðalfundi hjá okkur og langaði okkur að kanna áhuga manna á hvort við ættum að slá saman fundinum og þorrablóti eins og í fyrra sem mæltist vel fyrir. Jafnvel að koma með gamlar myndir eins og í fyrra.

 Vil ég biðja félaga um að skrifa hér að neðan í (Athugasemdir) hvað þeim finnst og eru allar tillögur vel þegnar.

Kv Stjórnin

 

 

 


Dýralæknir

Gísli dýralæknir verður í Grindavík á morgun laugard. 28 nóv. Hann mun byrja í Vík kl: 10:00. Þeir sem voru búnir að panta hann, vinsamlegast fylgist með hvar hann er hverju sinni.

Síminn hjá honum er: 862-9005

Kveðja, Stjórnin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband