Nesið smalað á Laugardagsmorgunn 21.nóv kl 10.00

Þá er komið að því að taka féið úr nesinu og er stefnt á að gera það næstkomandi laugardagsmorgunn kl 10:00.

 


Reikningurinn fyrir dómunum komin til gjaldkera.

Þeir sem létu dæma gimbrar og hrúta nú í haust eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Guðjón í Vík S:4268419

Kynning á hrútum á sæðingarstöð.

Til stendur að hafa kynningu á hrútum á sæðingarstöð Búnaðarsambands Vesturlands næstkomandi miðvikudagskvöld og eru þeir sem hyggjast láta sæða hjá sér að setja sig í samband við  Ómar Davíð  S:8936840

Mikil drift og gróska hjá Grindvískum bændum.

Mikið hefur verið um það nú í haust að Grindvískir bændur hafa sótt líflömb út á land til kynbóta og hefur áhugin aldrei verið meiri á hobbybúskap hér í Grindavík.

Grindavíkurbær er þessa dagana að vinna að því að skipuleggja nýtt fjárhúsahverfi þar sem menn geta byggt sér snyrtileg fjárhús. Og ætti að verða hægt að hefja framkvæmdir strax á vormánuðum þá er talað um að öll húsin komi til með að líta eins út. Og geti þá menn verið fleiri saman í einu húsi.

En hugmyndin er að hafa þetta nýja hverfi á hrauninu milli Hrauns og Bjarmalands þar sem stutt er í rafmagn, heitt og kalt vatn. 


Gaman væri að fá meiri umræðu á síðuna.

Gaman væri ef menn væru duglegri við að skrifa sínar skoðanir hér á síðuna. Vil einnig minna menn á að skrifa í gestabókina.


Nýjar myndir frá Hrútadómunum í Vík

Nýjar myndir í myndaalbúmi Hrútadómar 2009.

Hrúta og gimbradómarnir í Vík

 

                                                                                                                                                   061 

 

Hrúta og gimbradómarnir í Vík voru um helgina og voru

dæmdir fallegustu hrútarnir og einnig voru dæmdar gimbrar

 til að auðvelda mönnum að ákveða hvaða gimbrar fá að lifa.

Í flokki veturgamalla hrúta var það Hrúturinn Einhamar sem varð hlutskarpastur

 með einkunnina 85 stig og er í eigu Stefáns Kristjánssonar frá Buðlungu.

Í flokki Lambhrúta var það Hrúturinn Gulltoppur sem varð hlutskarpastur

með einkunnina 85.5 stig og er í eigu Hermanns Ólafssonar frá Stað.

 


Hrúta og gimbradagurinn næsta laugardag í Vík

Þá er stefnt að því að sóna lömbin og hrútana um næsta laugardag í fjárhúsunum í Vík.

Þá verða dæmdar gimbrar lambhrútar og veturgamlir hrútar.

Þeir sem hyggjast ætla nýta sér þetta eru beðnir um að koma með féð fyrir hádegi í fjárhúsin í Vík.

Dómarnir byrja síðan kl 13:30


Fjárvogin komin í gagnið

Þá er fjárvogin komin í gagnið sem keypt var um daginn af fjárbændum og félaginu.

Með tilkomu þessarar vigtar er mun auðveldara fyrir menn að sirka út hvaða lömb skulu sett á og hver fara í sláturhús.

og mun hún verða notuð í framtíðinni t.d við Hrútadómana. Þessi vigt er mjög létt og meðfærileg

og er auðveld í notkun.


VF myndir

Myndir úr réttunum:

http://vf.is/ljosmyndavefur/rettir09/default.aspx

Ljósm: Ellert Víkurfréttum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband